top of page

Íslenskir þjóðhættir

Á 18. öld og langt fram á hina 19. voru klukkur hvergi á sveitabæjum. Stundauglös voru til á sumum bæjum. Venjulegur fótaferðartími var úr miðjum morgni, eða klukkan 6, vor, sumar og haust. Húsbóndinn fór venjulega fyrst á fætur og svo hver af öðrum. Sú var almenn regla, þegar maður kom út, að signa sig og gá til veðurs. Ljósin í húsunum voru léleg það voru notaðir lýsislampar og það voru líka notuð kerti. Það var ekki fyrr en 1904 þegar rafmagnið kom fyrst til Íslands. Þegar menn háttuðu, stungu menn oftast fötunum sínum undir koddann eða hengdu slána eða stagið yfir rúminu. Nærföt voru alltaf undir koddanum. Menn þvoðu fötin sín eins sjaldan og hægt var. Rúmföt , t.d. rekkjuvoðir, voru þvegin í hæsta lagi einu sinni eða tvisvar á ári. Skytur votu þvegnar hálsmánaðarlega. Þegar eiginnlega enginn matur var til, var farið að nota flast. Allir vita u  fjallarösin. Þau voru tekin snemma. Grösin voru mest höfð í grauta saman við skyr, og var ýmist að mjölfesta grautinn eða hafa í honum bankabygg – eða þá grösin tóm. Af skepnum var allt notað, sem notað varð. Fiskar voru hafðir til matar, eins og enn gerist, og fátt annað, og hákarl og hákarlsstappa var ætíð í miklum metum og er enn í dag. Bein öll og uggar, hausbein, roð og dálkar úr fiskum var sett í súr og notað til matar. Fiskur var oftast boðaður nýr, en almennara var þó að lofa að slá í hann, og til voru dæmi, að menn hengdu hann í fjós til að ýlda hann. Hausar voru oftast borðaðir nýir og soðin lifur með. Kútmagar einnig fylltir með lifur og borðaður nýir, annað hvort soðnir eða steiktir á glæðu. Hrognin voru hnoðuð upp í brauð með mjöli og gerðar úr soðkökur. Rauðmagar og hrognkelsi var boðað nýtt eða sigið og flutt sigið í heilum lestum upp í sveitir, þegar vel aflaðist. Oft voru þau þrá og óætileg. Selur og hvalur var etinn bæði nýr og saltaður, en spik og rengi var soðið, þar til lýsið var farið úr því, og svo súrsað. Oft rak mikið af sílum. Menn þvoðu þá af þeim sand og lepju og suðu í saltvatni. Nautna veitingar voru fáar og fábreyttar. Kaffi fór fyrst að flytjast um eða rétt eftir 1760, en lítið mun það hafa verið notað lengi vel fyrst um sinn. Tóbak var almemmt síðan á 17. öld, og mikið notað, bæði tuggið og reykt og tekið í nefið. Íslendingar hafa um allan aldur verið landbúnaðarþjóð, og má því geta nærri, að skepnurnar, einkum búféð, hafi haft mikla þýðingu í lífi þeirra og lifnaðarháttum. Hestahald hefur ætíð verið mikið á Íslandi, og má sjá það fornsögum vorum víða, að menn lögðu mikla rækt við þá. Sögur fara af því, að íslenskir hestar hafi fyrrum verið öllu stærri en þeir gerast nú á dögum. Hestafjöldi hefur alla tíð verið mikill hér á landi, bæði að fornu og nýju. Hestar voru tamdir til ýmissa nota. Má þar nefna vatnahestana, en þeir voru sérstaklega góðir til að vaða stór straumvötn. Kýr eru þær skepnur, sem Íslendingar hafa lengst og best lifað á, enda hefir þeim verið ætlað fóður fremur öðrum skepnum frá alda öðli. Margt gagn má hafa af kúnum fleira en mjólkina, og er það kjötið og húðir. Eitt er það, sem kýrnar hafa fram yfir aðrar skepnur, en þær geta talað einu sinni á ári, en ekki ber mönnum saman um, hvenær það er; en annað hvort er það á nýásnótt, þrettándanótt eða Jónsmessunótt. Sauðfé gekk sjálfala í skógum, meðan þeir voru óhöggnir. . Fengitími ána var venjulega um og úr jólum Þegar kom til sauðburðarins að vorinu um eða eftir hjúadaginn, þurfti að passa fénu. Krummi hafði það til, að vera svo nærgöngull við ærnar að höggva augun úr lömbunum, á meðan þau voru í burðarliðnum eða ekki komin á fót eða á spenann. Þegar kom fram yfir fardagana, var farið að stía. Til þess var byggður stekkur einhvers staðar úti í haganum, einskonar rétt, hæfilega stór fyrir ærnar á heimilinu. Innst í rétt þesari var hlaðinn af dálítill hluti með dyrum inní. Þessi afkimi hét lambakró.  Stekjartíminn var einhver skemmtilegasti tími vorsins og jafnvel alls ársins, þegar vel voraði og ærnar voru í góðu lagi. Eftir Jónsmessuna komu svo fráfærurnar, þá var það einn góðan veðurdag, að ærnar voru reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar fyrst í kvíunum og reknar síðan í haga og setið yfir þeim. Lömbunum var svo hleypt út úr krónni með morgninum, eins og vant var, og gripu þau þá heldur en ekki í tómt. Hófst þá jarmur mikill og raunalegur, og hefir síðan verið haft að orðtaki, að hvíldarlaus suða og hávaði væri eins og jarmur við stekki. Algeng venja var fyrrum, þar sem fé var fátt, að kefla lömbin og láta þau svo fylgja mæðrunum við kvíarnar yfir sumarið. Hundar voru nauðsynlegir smalanum. Tóku þeir allt það erfiðasta af smalanum. Hundar voru skyggnir og sjá fylgjur manna og aðrar vofur. Hundskinn er til margra hluta nytsamlegt, t.d. eru vettlingar úr hundskinni óvenju hlýir. Kettir hafa flust út hingað til lands þegar á landnámsöld, enda munu þeir þá þegar hafa verið hafðir til músveiða, auk annars. Til forna virðist jafnvel, að kettir hafi verið aldir skinnsins vegna, því kattbelgir eru verslunarvara og hátt metnir. Hænsnin hafa verið hér síðan á landnámsöld.

bottom of page