
Íslenskir þjóðhættir
Fléttubrauð
• 1 dl hveiti
• 1 ½ dl heilhveiti
• 1 ½ tsk. þurrger
• ¼ tsk salt
• 1 tsk sykur
• ¼ dl olía
• 1 ½ dl heitt vatn
• Sesamfræ til að strá yfir (má sleppa)
AÐFERÐ
1. Hitaðu ofninn í 200°c.
2. Mælið þurrefnin í skál.
3. Blandið heitu vatni og olíu saman. Gætið að vökvinn sé ekki of heitur og ekki of kaldur, hann á að vera um 37°C heitur.
4. Ef tími gefst er gott að látið deigið lyfta sér í 10-15 mínútur.
5. Settu deigið á borðið og hnoðaðu það og bættu við hveiti eftir þörfum.
6. Rúllið deiginu í lengju og skiptið í þrjá jafna hluta.
7. Rúllið hvern hluta í lengju og fléttið þær svo saman.
8. Penslið brauðið með vatni og stráið sesamfræjum yfir.
9. Bakið brauðið í miðjum ofni í ca. 10-15 mínútur. Leyfðu brauðinu að kólna á grind.