top of page

Gamli sáttmálin

Íslenska þjóðveldið leið endanlega undir lok tímabilinu 1262 – 1264. Á þeim tíma tókst Gissuri að fá bændur til að samþykja að gerast þegnar Noregskonungs. Ísland varð skattland hans með samningi sem löngu seinna kallaðist Gamli sáttmáli og hefur sú nafngift haldist síðan. Sáttmálinn var gerður árið 1262 en ekki endanlega staðferstur fyrr en 1264. Með honum gerðust Íslendindingar þegnar konungs og hétu að greiða honum skatt. Konungur skuldbatt sig á móti til að halda uppi öruggum samgöngum á milli landana. Þá skyldi hann einnig tryggja frið í landinu samkvænt Íslenskum lögum. Í Noregi áttu Íslendingar að njóta áhveðna réttinda auk þess sem þeir þurftu ekki lengur að greiða skatt við komuna til landsins. Gamli sáttmálin bar vott um að Íslendingar gætu ekki staðið á eigin fótum. Það tókst ekki að halda frið í landinu þar sem ekkert yfirvald var til staðar til að gæta hans. Meginhlutaverk stjórnvalda er að skapa þegnum sínum öryggi en þar sem þjóðveldið skorti framkvæmdavald gat það ekki sinnt þeirra skyldu. Þá virðast Íslendingar ekki hafa getað haldið uppi samgöngum við önnur lönd. Krafan um að konungur tryggði siglingar til landsins bar bar vitni um að þjóðin yfir skipum að ráða. Hún er jafnframt til vitnis um erlendum kaupmönnum hefur ekki þótt það spennandi kostur að sigla hingað. Ástæðunar fyrir falli þjóðveldis tengdust að mörgu leyti valdabaráttu íslensku höfðingjanna eins og fram hefur komið. Aðrar skýringar fyrir endalokum þess tengjast tilraunum Noregskonungsins til aðkoma sér til valda. Hann gerði íslenska höfðingja háða sér með því að gera þá að hirðmönnum sínum. Aukinn styrkur norska konungdæmisins gerði konungi kleift að vinna að því að stækka ríkið sitt. Það er mikilvægt að hafa í huga að Gamli sáttmálin var samningur tveggja aðila, þ.e. Noregskonungs og íslenskra eignarbænda. Konungur komst ekki til valda á Íslandi með hervaldi og Íslendingar misstu ekki öll völd þegar þeir gerðust þegnar hans. Það er hins vegar ljóst að samningsstaða Noregskonungs var sterk. Hann hefði hugsanlega getað bannað siglingar til Íslands eða jafnvel ráðist inn á landið. Hagsmunir Íslendinga byggist mjög á því að geta átt viðskipti við Evrópu og til þess þurftu þeir að njóta velvilja Noregs. Eins og er um alla milliríkjasmninga var Gamli sáttmmálinm samkomulag um hagsmuni tveggja aðila. Það má hins vegar alltaf deila um það hversu vel tekst til þegar slíkir samningar eru gerðir.Heimildir:Leifur Reynisson. 2012. Sögueyjan 1. Námsgagnastofnun Kópavogi.

bottom of page