
Íslenskir þjóðhættir
Dagarnir
Bolludagurin
Algengt var í kaþólskum sið að fastað væri á kjöt dagana tvo fyrir lönguföstu og var það boðið í þjóðveldislögunum. Önnur merki um siði tengda þessum degi er ekki að finna fyrr en á 19. öld. Í Sturlungu og biskupasögum er talað um „að fasta við hvítan mat“ (mjólkurmat) í föstuinngang. Líklegt er að menn hafi nýtt sér þessa daga fyrir langt föstutímabil til að gæða sér á ýmsu góðgæti, ekki síst brauðmeti. Í dönskum heimildum frá því um 1700 er talað um hveitibollur sem muldar eru og hrærðar með mjólk og smjöri og borðaðar í föstuinngang.Bolluát og feitmetisát virðist á öðrum Norðurlöndum reyndar hafa verið meir bundið við þriðjudaginn næsta í föstu. En á Íslandi hafa menn bundið þennan sið við mánudaginn, sennilega til að trufla ekki hefðbundinn matarsiðsprengidagsins. Á síðustu áratugum hefur bolluátið þó færst að hluta yfir á sunnudaginn. En hvað er eiginlega gert á bolludaginn ?
Jú, það er neblinlega búið til vönd sem er kallaðu bolluvöndur og
flengja og seiga „bola !“ og þá þarf hann sem var bolaðu þarf þá að gefa þessum sem bolaði hann að gefa honum bolu.
Áramótin
Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera þess enn merki; október þýðir í raun 8. mánuður ársins, nóvember 9. og desember 10. mánuður ársins. Frá fyrstu öld fyrir upphaf tímatals okkar létu Rómverjar svo árið byrja 1. janúar. Fyrstu páfarnir héldu sér við þá dagsetningu enda var ekki enn búið að ákvarða hinn opinbera fæðingardag Jesú Krists (sjá Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesú hafi fæðst í júlí? eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson). Í Austrómverska ríkinu ákvað Konstantínus mikli hins vegar að árið skyldi hefjast 1. september, og sumir páfar fylgdu þeim sið.
Um 800 fyrirskipaði Karl mikli að í ríki sínu skyldi árið hefjast á boðunardegi Maríu meyjar 25. mars. Englendingar tóku snemma upp jóladag sem nýársdag og héldu sér við hann fram á 12. öld, en þá færðu þeir hann einnig yfir á 25. mars. Á næstu öldum gat opinber byrjun ársins verið ólík eftir ríkjum, héröðum og jafnvel hertogadæmum.
Vísindavefurinn.is
Jól
Jólin hefjast nú aðfarakvöld 25 desember.
Flestir halda að jólin eru 24 desember en það er ekki rétt, Því miður.
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1101
Hjátrú föstudagur 13.
Föstudagurinn þrettándi verður einu sinni til þrisvar sinnum á ári. Á þessum degi eru margir svo óttaslegnir að þeir mæta ekki til vinnu og margir geta ekki hugsað sér að halda brúðkaup þennan dag. Í sumum borgum er þrettándu breiðgötu sleppt. Í Sacramento eru gatnamót þar sem þrettánda stræti sker þrettándu breiðgötu. Engum sögum fer þó af því að umferðarslys séu algengari þar en annars staðar. Þekkt er að í sumum hótelum og öðrum byggingum sé þrettándu hæðinni sleppt, það er að segja á eftir tólftu hæðinni kemur sú fjórtánda. Vitaskuld er fjórtándEf þrettán manns setjast saman við kvöldverðarborð er sagt að þeir muni allir deyja innan árs. Þessu trúa sumir Hindúar til dæmis. Í síðustu kvöldmáltíðinnivoru þrettán menn samankomnir. Einn þeirra sveik Jesú Krist sem síðan var krossfestur á föstudegi en föstudagar voru aftökudagar Rómverja til forna. Sömuleiðis voru menn gjarnan teknir af lífi með hengingu á föstudegi í Bretlandi.a hæðin þó í raun sú þrettánda.
öskudagur
Öskudagurinn er fyrsti dagurinn í lönguföstu. Dagurinn dregur nafn sitt af því að ösku af brenndum pálmagreinum var dreift yfir höfuð kirkjugesta á þessum degi. Sá siður tíðkast enn í kaþólsku kirkjunni að ösku er smurt yfir enni kirkjugesta á öskudegi
Fastan hefst á öskudag, og stendur hún yfir í fjörutíu daga. Á föstunni taka margir sig til og minnka kjötát, eða hætta því alveg.
Lönguföstu má rekja til þess að Gyðingar föstuðu í fjörutíu daga fyrir páska. Þeir bönnuðu kjötát á þessum tíma en fögnuðu páskunum með því að borða lamb – sem margir gera enn þann dag í dag.
Á Íslandi kemur nafnið öskudagur fyrir í handritum frá 14. öld. Sú hefð hefur tíðkast á Íslandi að hengja öskupoka á fólk. Þessi siður hefur þekkst allt frá 18.öld. Lykilatriði er að hengja öskudagspoka á fólk þannig að það taki ekki eftir því.
Í dag hefur sá siður tekið við að börn ganga í grímubúningum í búðir og fyrirtæki og syngja og fá í staðinn litlar gjafir eða nammi.
Tekið af krkkarúv
María Rós


