top of page

 

Árið 1728 varð mikill eldur í Kaupmannahöfn. Eldurinn hafði komið upp í borginni og breiddist hratt á milli húsa. Það var fólk allstaðar á hlaupum, inn og út úr húsum til að bjarga verðmætustu hlutunum frá eldinum. Í einni húsaröð voru margir Íslendingar að reyna að bjarga bókum og handritum frá því að það byrjaði ritun í landinu. Prófessor Árni Magnússon hafði mestu helgað lífi sínu að safna íslenskum handritum. Hann náði að bjarga meirihlutanum en það brunnu all mörg inni. Þegar Árni fór í síðasta skipti út úr húsi sagði hann: Þarna eru þær bækur sem aldrei og hvergi fást slíkar til dómadags. Með siðaskiptum 16. aldar barst til Íslands hugmyndastefna sem heitir Húmanismi. Hún átti upptökin sín í suður Evrópu en eitt af helstu einkenni hennar var aukinn áhugi mann á fortíð eigin þjóðar. Íslenskir menntamenn fóru að kynna sér betur sögu landsins auk þess sem sagnaritun hófst á nýjan leik eftir að hafa legið í helgum steini í rúmlega 100 ár. Aðrar þjóðir gerðust áhugasamar um forna ritmenningu landsins og lögðu Danir og Svíar sérstaka áherslu á að komast yfir íslensk skinnhandrit frá fyrri tíð enda vörpuðu þau ljósi á norræna menningu. Það var svo mikil handritasöfnun og enduðu lang flest handritin í Kaupmannahöfn. Með þeim hætti jók konungur hróður Danaveldis sem menningarríkis. Lútherskur siður og sterkara ríkisvald gerðu kröfu til aukinnar menntunar. Þegnum konungs var ætlað að geta lesið guðs orð sem og boðskap stjórnvalda. Þá var aukin áhersla lögð á menntun embættismanna sem þurftu að sinna sífellt fleiri verkefnum fyrir konunginn. Krafa um vísindaleg vinnubrögð fór yfirleitt vaxandi í Evrópu sem leiddi með annars til þess að menn fóru að rannsaka náttúruna og samfélagið betur en áður. Dönsk stjórnvöld og lútherska kirkjan sáu til þess að landsmenn kynntust þeim menningarstraumum sem áttu sér stað í Evrópu á þessum tíma. Með siðaskiptunum jukust áhrif kirkjunar í mennta- og menningarmálum enn frekar. Einu skólar landsins voru sem áður undir stjórn biskupanna á Hólum og í Skálholti auk þess sem kirkjan réð lengi vel yfir einu prentsmiðju þjóðarinnar. Jón Arason hafði stofnað fyrstu prentsimðju á landsins í biskupstíð sinni en eftir siðaskiptin jókst bókaútgáfa til mikilar muna. Kirkjan lagði meiri áherslu á útgáfu trúarbóka en áður hafði verið enda var ætlast til þess að almeningur gæti kynnt sér guðs orð heima hjá sér. Auk Biblíunar komu út rit þar sem skilningur lúthersku kirkjunnar á kristnidómnum kom fram. Má þar frægast telja postillu Jóns Vídalans en hún var húslestrarbók sem innihélt kraftmiklar predikanir í anda rétttrúnaðarins. Einnig komu út sálmabækur en á meðal þeirra ber Passíusálma Hallgríms Péturssonar hæst. Þessi rit höfðu ekki einungis trúarleg gildi heldur auðguðu þau jafnframt bókmenntir þjóðarinnar. Bókaútgáfa kirkjunnar hafði í senn áhrif á trúar- og menningarlíf landsmanna og styrkti stöðu íslenskunnar. Það var alls ekki sjálfsagt í fjölþjóðlegum ríkjum eins og Danaveldi en danska varð til dæmis kirkjumál í Færeyjum og Noregi. Íslendingar héldu hins vegar sínu tungumáli og vafalaust má þakka það aldalangri ritmenningu hérlendis. Blómaskeið íslenskrar sagnaritunar var á 13. og 14. öld en eftir það lagðist hún að mestu leiti niður – sennilega vegna þeirra hörmunga sem svarti dauði hafði í för með sér á 15. öld. Eftir að húmanisminn barst hingað til lands með siðaskiptunum hófst sagnaritun á nýjan leik. Eins og fram hefur komið byggðist húmanisminn á vaxandi áhuga Evrópumanna á fortíð eigin þjóðar. Íslendingar fengu aukinn áhuga fyrir fornritum sínum auk þess sem annálaritun hófst á nýjan leik en þar var safnað saman tíðindum sem fréttnæm þóttu hverju sinni. Einn helsti menntamaður þessa tíma var Arngrímur lærði en hann samdi sögu Íslands á latínu árið 1609 undir heitinu Crymogæa. Með því hugðist hann sýna útlendingum fram á að Íslendingar væru menningarþjóð sem ætti sér merka sögu. Ferðabækur um fjarlægar þjóðir voru vinsælar í Evrópu og höfðu nokkrar slíkar komið út um Ísland og var landsmönnum oftast lýst með neikvæðum hætti. Markmiðið virðist oft hafa verið að skrifa alls kyns furðusögur um framandi lönd sem fæstir þekktu í von um að fá sem flesta kaupendur. Íslendingum sárnuðu þau skrif og því gáfu þeir út bækur sem andmæltu alls kyns rangfærslur um Ísland og áttu þeir að sannfæra umheiminn um að hér byggi siðmenntuð þjóð. Rit Arngríms höfðu mikil áhrif meðal menntamanna á Norðurlöndum og víðar um Evrópu. Þeir fóru að sýna miðaldabókmenntum Íslendinga áhuga og urðu miðaldahandrit þjóðarinnar eftirsótt meðal Dana og Svía á 17. og 18. öld. Fræðimenn beggja ríkja áttu í samkeppni um að komast yfir sem flest handrit enda höfðu þau að mörgu leiti að geyma samnorrænan menningararf. Konungar Danmerkur og Svíþjóðar voru því áhugasamir að fá hlutdeild í þeim merku bókmenntum sem höfðu oft að geyma elstu frásagnir úr norrænum sagnaheimi. Fyrstu þýðingar á íslenskum fornbókmenntum komu út í þessum löndum á seinni hluta 17. aldar. Áhugi erlendra fræðimanna á íslenskum fornritum jók ekki aðeins hróður landsins erlendis heldur urðu Íslendingar sjálfir meðvitaðri um sérstöðu sína og menningu. Söguáhugi og almennur þekkingurþorsti fór vaxandi samhliða því að aukin krafa var gerð um vísindaleg vinnubrögð. Menn fóru að rannsaka náttúru landsins og velta fyrir sér einkennum samfélagsins. Íslandslýsingar komu út þar sem greint var frá legu landsins, landslagi, gróðri, dýralífi, sögu og stjórnarháttum. Einnig var farið að teikna kort af landinu svo menn gætu áttað sig á lögun landsins. Þannig fékkst betri vitneskja en áður um helstu einkenni lands og þjóðar sem leiddi til þessað menn áttuðu sig betur á því hvað það er að vera Íslendingur.

Íslensk menning

bottom of page