
Íslenskir þjóðhættir
Súrmatur
Á íslandi var mikið notað súrsun til þess að geyma og verka matvæli. Sú aðferð varð til vegna saltskorts í landinu fyrr á öldum. Súrmaturinn er hollur og auðmentanlegur vegna vítamínanna og steinefnanna sem síast úr mysunni yfir í súrmatinn. Kjötið var slátrað á haustin og þurfti það að endast fram að næsta hausti. Súrmaturinn er órjúfanlegur hluti af þorramatnum. Súrsaður matur tilheyrir íslenskri matarhefð. Margir vilja þó ekki mara súrmatinn á þorranum og borða hann allt árið í kring. Dæmi um súrmat: blóðmör, lifrapylsa, sviðasulta, hrútspungar, lundabaggar, bringukollar
Þorrablót er íslensk hátíð sem haldin er í kringum þorra með þjóðlegum hætti m.a. gamaldags mat, drykk og siðum. Upptök þorrablótsins má rekja til kaupmannahafnar rétt fyrir aldamótin 1900 en þar voru íslenskir stúdentar sem héldu veislu til þess að minnast gömlu goðana í þakklætisskyni fyror fornöldina. Veislusalurinn var skreittur skjaldamerkjum, fornum goðum og öndveigissúlum. Við samdrykkju var síðan minnst guðanna, Óðins, Þórs, Freys, Njarðar, Braga, Freyju pg fleiri.
Þorrablót lögðust af en um miðja tuttugustu öld var þessi gamli siður tekin upp aftur og var þá lögð áhersla á gamaldags íslenskan mat. Hefur síðan þá tíðkasta að fara á þorrablót og fara flestir íslendingar á eitt svoleiðis í kringum þorran.
Þorramatur samanstendur af allskonar mat og þar að meðal kæstur hákarl, súrsaðar lambaafurðum, svið og sviðasulta, lifrapylsa, blóðmör, harðfiskur, rúgbrauð, hangikjöt, selshreifar, saltkjöt, rófustappa, kartöflur, flatkökur, síld og fleira. Einnig er algengt er að drekka íslenskt brennivín með þorramatnum.
Svið eru hefðbundin íslenskur matur og hafa verið borðuð hér á landi frá því fyrir langa löngu og þykja þau algjört sælgæti. Þegar sviðin eru klofin í tvennt kallast þau sviðakjammar. Hausinn hefur þó einnig verið notaður í öðrum löndum og er víða talininn besti bitinn.
Svið, sviðakjamma og sviðasultu tengja margir aðalega við þorramat en er þetta þó borðað allt árið í kring. Oftast er þetta borðið fram með kartöflustöppu, soðnum kartöflum eða rófustöppu.
Slátur er líka hefðbundin íslenskur matur er gerður úr innmat og blóði lamba. Sláturgerð á heimilum hefur minkaðsmá síðustu ár en eru enn margar fjölskyldur sem halda hefðinni og gerea slátur.
Sláturtíðin er á haustinn. Þegar slátur er keypt á sláturtíðinni inniheldur það mör, blóð, lifur, hjarta, nýru og sviðinn haus. Slátur, bæði súrt og nýtt er ómissandi á þorrabakkann en það er til í búðum allt árið.
Söltun á kjöti er líkt og súrsun og reykingar og er gömul og gild geymsluaðferð. Á haustin var saltað í tunnur og kjötið fergt í saltpækli og nýttist þannig á milli ára.




