top of page

Gamla Akureyri

Þegar verslunareinokun komst á Akureyri árið 1602 varð Akureyri einn af löggiltum verslunarstöum á landinu.

Fyrstu húsinvorugeymslu- og verslunarhús en íbúðarhús komu ekki fyrr en árið 1778 þar sem dönsku kaupmennirnir sem að stjórnuðu máttu ekki stunda viðskipti á veturna né eiga fasta búsetu. En árið 1862 breyttist þetta og þann 29. ágúst varð Akureyri kaupstaður og voru íbúarnir 294 til talsins og búið var í þremur hverfum: inni í Fjöru, í Búðargili og á Akureyrinni (göturnar Hafnarstræti og Aðalstræti).

Hverfin þrjú í sameiningu eru nú kölluð Innbærinn. Í hverfinu eru tvær glæsibyggingar og eru það Tuliniusarhús sem var byggt árið 1902 og Höepfnershús reist 1911 og voru þau byggð sem verslunar- og íbúðarhús. Þessi hús minna okkur á að hér á Akureyri var miðbærinn fram yfir aldamótin 1900. Skip lögðust að bryggjunni og streymdi erlendum vörum í land og voru íslenskar vörur fluttar út. Árið 1850 bættist hákarlalýsi við útflutning Eyfirðinga árið 1879 hófst síðan síldveiðiævintýrið á firðinum.

Akureyri var fyrst getið á 16 öld.

 

Small Heading
bottom of page