
Íslenskir þjóðhættir
Sagan af Gufu
Einu sinni voru karl og kerling í koti sínu. Þau áttu fjögur börn. Áttu þau eina dóttur að nafni Gufa og áttu einnig þrjá syni er hétu Kálfur, Surtur og sá elsti hét Böðmóður. Gufa var afskaplega heimsk eins og nafnið gefur til kynna en var afskaplega indæl og fögur.
Eitt sinn þegar Gufa var þrettán vetra fór hún að ánni þil að þvo þvott fyrir móður sína og gekk hún fram á afskaplega fríðan dreng sem sat í vatninu. Gufa veitti honum ekki mikla athygli og fer að þvo. Drengurinn horfir á hana nokkra stund, og glottir. Svo hrópar hann upp yfir sig og fer að gráta. Gufa getur ekki látið þetta framhjá sér fara og reynir að hugga drenginn. Kemur þá til þeirra kona sem segir Gufu að láta drenginn í friði. Drengurin segir þá við konunna að hann hafi verið að leika sér í vatninu og þá hafi vonda stelpan komið og ætlað að taka sig. Konan verður þá öskureið og þrífur í Gufu sem verður allt í einu hrædd. Konan dregur Gufu svo með sér að steini sem var þar nálægt og óttast Gufa um líf sitt. Bankar konan þrisvar sinnum á steinin og klofnar hann þá í tvennt. Áttar Gufa sig þá á að konan er huldumær. Fara þær þá inn í steininn og heyrist ekki meir af þeim.
Þegar farið var að rökkva var fólkið í kotinu orðið mjög áhyggjufullt af því að Gufa hafði ekki enn komið heim svo þau sendu elsta soninn hann Böðmóð út að leita af systur sinni. Þegar hann var kominn að ánni sá hann þvott liggja á grasinu en sá hann ekki systur sína. Slóð af fötum lá að stórum stein. Þar sem slóðin endaði þar áhvað hann að setjast á steininn til að hvíla fætur sínar.Huldufólkið hefur móððgast við þetta og steinninn klofnaði þá í þrent og datt Böðmóður ofaní og steinninn lokaðist á ný.
Þegar ekkert hafði spurst til þeirra morguninn eftir var fólkið í kotinu aftur orðið órólegt. Ákveðið var þá að senda næst elsta soninn hann Surt að leita af þeim og endurtekur sagan sig þar.
Að kvöldi komið ætlar yngsti sonurinn að nafni Kálfur að leggja af stað til bjargar systkyna sínum en vilja foreldrar hanns ei leyfa honum það ef slíkt hið sama mun gerast. Þegar karl og kerling eru bæði sofnuð laumar Kálfur sér út um gluggann. Dimmt var úti svo hann tók með sér lukt. Þegar hann kemur að ánni kemur hann líka augu á fataslóðina og labbar að steininum. Þegar slóðin endar þar áttar hann sig á hvað gæti hafa gerst og bankar á steininn. Út kemur yndisfríð huldumær. Hún spyr hann þá hvert erindi hanns sé. Kálfur segist þá vera í leit að systkynum sínum. Hún segist mögulega vita hvar þau eru en hann verði þá að svara þessum þrem gátum.
Tveir feður og tveir synir sitja saman við borð. Þrjú egg eru í boði og borða allir eitt egg. Hvernig gengur það upp? Kálfur hugsar sig um nokkra stund og svarar svo: Þeir eru þrír, Afi, Pabbi og sonur.
Það eru til tvö, sem standa hlið við hlið og sjá allt vel og greinilega, en þó hefur annað aldrei séð hitt, jafnvel ekki um hábjartan dag. Hver eru þau? Þetta er auðvelt segir Kálfur þetta eru auðvitað augun.
Nú er komið að síðustu gátunni og er ég viss um að þú getur hana ekki segir huldukonan.Þrjár litlar stúlkur fóru í fjós með eina regnhlíf. Afhverju varð engin þeirra blaut? Kálfur brýtur nú heilann í dágóðan tíma og segir svo: Heyrðu, þetta er svolítið erfitt því svarið er að það var engin rigning. Huldumærin tekur andköf og trúir varla sínum eigin eyrum. Hún hverfur ofaní steininn og systkynin þrjú birtast fyrir framan Kálf. Allir eru mjög glaðir og flíta sér heim í kotið og lifðu allir sælir og glaðir til æviloka.
Höfundar: Embla, Kristbjörg og Orri Möller