
Leiðtogasamfélagið
Hjálpsemi
Björgunarsveitin hjálpar að leita að fólki eða dýrum í snjónum
Í fjalli eða vondu veðri. Oft eru notaðir hundar við að leita.
Margar deildir eru í björgunarsveitunum, sumar leita á sjó aðrar leita á fjöllum. Líka eru til hestasveit sem leitar á erfiðum svæðum.
Slökkvuliðið hjálpar fólki úr eldi og slekkur eldinn. Hjálpar köttum úr tré.
Lögreglan sér um að allir fari eftir lögum og reglum. Sektar fólk fyrir að keyra of hratt. Hjálpar fólki í vandræðum. Hjálpar krökkum sem hafa villst að heiman aftur heim.
Tryggvi Fannar 6. bekkur
Öryggi
Er eins og skólasáttmáli okkar, hann er svona:
Við starfsfólk og nemendur Valsárskóla og Álfaborgar, viljum að öllum líði vel í skólanum. Við viljum að allir séu öryggi og sinni sínu hlutverki og nýti hæfileika sína til góðs.
Öryggi táknar vernd eins og girðing er til að litlu bönin fara ekki út um allt í leikskólanum. Hjálmur er til þess að þeir sem eru á skíðum, snjóbrettum , hjóli , skautum, og hjólabretti, hjálmar eru til að hjálpa þér ef þú dettur á hausinn þá meyðir þig ekki eins mikið en það er miklu verra að detta á hausinn þegar þú ert ekki með hjálm.
!EKKI BÚIÐ!
Tillitsemi
Með hækkandi sól hefur talsvert borið á hraðakstri á og því vill lögreglan beina þeim tilmælum til ökumanna að þeir flýti sér hægt. Nú er mikið af nýjum vegfarendum í umferðinni, m.a. á reiðhjólum og bifhjólum, og því afar mikilvægt að sýna aðgæslu. Sérstaklega er viðbúið að reiðhjólamenn verði áberandi í umdæminu næstu vikurnar en nú er hafið hvatningarátakið Hjólað í vinnuna en þátttakendur munu væntanlega skipta þúsundum. Sem fyrr er nauðsynlegt að allir í umferðinni sýni tillitssemi því þá gengur allt betur og öruggar fyrir sig. Lögreglan undirstrikar jafnframt að í tillitssemi felst líka að leggja löglega. Talsvert er um að gangstéttir og göngustígar séu notaðir sem bílastæði. Slíkt skapar bæði hættu og óþægindi fyrir aðra vegfarendur, gangandi eða hjólandi, og það ættu ökumenn að hafa hugfast.
Samvinna
Eitt af því sem er hvað mikilvægast að hafa á valdi sínu í nútíma þjóðfélagi er samskiptafærni og einnig að vera skipulagður og sveigjanlegur í samvinnu við aðra. Því er það afar mikilvægt að þjálfa nemendur í þessum færniþáttum. Nám nemenda er því að hluta til skipulagt þannig að það fer fram í margskonar hópavinnu. Í hópavinnu þjálfa nemendur þætti eins og að vera skipulagðir, geta miðlað til annarra, kunna að skipta með sér verkum, nýta kosti hvers og eins til hagsbóta fyrir heildina, taka tillit til annarra og læra að bera virðingu fyrir mismunandi skoðunum svo eitthvað sé nefnt. Það er því nauðsynlegt að samvinna nemenda sé skipulögð á sem margbreytilegastan hátt, í stórum og litlum hópum sem settir eru saman á sem fjölbreyttastan hátt.
Tekið frá netinu 3 maí 2017
Sjálfstraust
Sjálfstraust er eins og nafnið gefur til kynna það traust sem við berum til okkar sjálfra til að leysa það vel af hendi sem fyrir liggur. Segja má að traustið byggist á því áliti sem við höfum á okkur sjálfum sem manneskjum. Öll höfum við okkar veiku bletti og lendum í aðstæðum þar sem við erum ekki öryggið uppmálað en þegar skortur á sjálfstrausti er farið að hamla okkur í lífinu þurfum við að bregðast við með ákveðnum aðgerðum.
Sjálfstraustið mótast af þeirri reynslu sem við höfum í farteskinu t.d. hverju við höfum orðið fyrir, samskiptum við aðra, þeim aðstæðum sem við ólumst upp við eða seinni tíma reynslu. Þessi reynsla kennir okkur hvers virði við erum sem manneskjur, hvers megnug við erum, hvers við getum ætlast til af okkur sjálfum í lífinu. Samskipti innan fjölskyldu og við skólafélaga geta t.d. haft áhrif. Hægt er að ímynda sér hvernig manneskja, sem varð fyrir einelti í skóla eða ofbeldi heima fyrir lítur á sjálfa sig eftir að hafa endurtekið verið sagt hversu ómerkileg hún sé. Það þarf þó ekki alltaf einhverskonar ofbeldi til að hafa áhrif. Skortur á ástúð, standast ekki væntingar, fá ekki að bera ábyrgð, koma úr umhverfi þar sem litið er niður á viðkomandi t.d. vegna samfélagsstöðu, allt getur þetta haft þau áhrif að manneskjan hefur ekki mikla trú á sjálfri sér. Þessi reynsla þarf ekki endilega að verða til þess að manneskju skorti sjálfstraust en svo getur vissulega orðið.
Sjálfstraustið tengist því á því hvernig við tölum við okkur sjálf. Þótt það hljómi kannski skrítið þá erum við að tala við okkur sjálf alla daga þ.e.a.s. gerum athugasemdir í huganum við það sem við segjum og gerum. Þetta kallast sjálfvirk hugsun og við verðum yfirleitt lítið vör við en á sér stað alla daga.