top of page

Lífríki á sjó og landi

Markmið í þemaverkefninu 1. september - 14.október 2016

 

Vinnumarkmið.

  • Þjálfa hlustun og athygli

  • Vera vakandi fyrir að grípa hugmyndir barnanna og vinna með þær áfram

  • Spjalla í hópastarfi. Gefa börnunum tækifæri til að tjá sig og kenna þeim að hlusta á aðra.

  • Lesa fjölbreytt efni fyrir börnin, kenna þeim að hægt er að lesa ritmál hvar sem það kemur fyrir.

 

Markmið og verkefni

 

  • Heimsókn í fjósið á Svalbarði Fara í vettvangsferðir og skoða nánasta umhverfi og safna efniviði.

  • Gæludýradagur

  • Vettvangsferð í Sveinbjarnargerði

  • Taka myndir af plöntum í umhverfinu

  • Blómabækur – plöntuspjöld

  • Skoða fræðibækur um dýr og gróður.

  • Pressa blóm/þurrka

  • Veiða með veiðistöng

  • Börnin skoða og kynna sér Lóuna, Spóann, þresti og krumma,marerlur

  • Þekkja einföld afstöðuheiti í tenglum við hluti í nærumhverfi

  • Vinna með íslensku húsdýrin.

  • Efla orðaforða með því að setja orð á hluti og athafnir. Fara sérstaklega yfir orðaforða sem tengist umhverfi og dýrum.

  • Fara í vettvangsferð í Valsárskóla og skoða dýraspjöldin á veggjunum, eggin og dýrin.

  • Gefa nemendum færi á að ákveða vettvangsferð og taka þátt í skiplagninug á henni.

  • Ræða um hringrásir í náttúrunni, hvænær er lífvera sjálfbær. Hvað er sjálfbærni. Hvernig er orðið uppbyggt.

  • Syngja söngva um lífríki á sjó og landi.

  • Telja dýrin sem við finnum og setja í einfalt súlurit.

  • Fara í hringdans og hreyfileiki þar sem líkt er eftir dýrum eða lært um atferli dýra.

  • Fara í berjamót

  • Smala tún og fara í réttir

bottom of page