top of page
SUNDRUNGAR

Þessi dauðu laufblöð eru óttalegt rusl.

Veistu, í náttúrunni er ekkert rusl. Það sem fellur frá einni lífveru nýtist alltaf einhverri annarri.

Hvað verður þá um öll þessi laufblöð?

 

Fljótlega eftir að lauf falla eða lífverur deyja byrja þau að brotna niður.

Hvernig gerist það?

Allt í kringum okkur eru örsmáar lífverur, plöntur, dýr, bakteríur eða sveppir. Sum þeirra köllum við sundrendur.

Hvað gera þeir?

Þeir nærast á dauðum lífverum og sundra þeim, brjóta þær niður, rétt eins og þegar þú brýtur niður kubbahús.

Hvað verður svo um efnið þegar búið er að brjóta lífverurnar niður?

Þau fara aftur út í jarðveg eða loft og þar geta aðrar lífverur náð í þau til að vaxa og starfa.

Hvað svo þegar þær lífverur deyja?

Þá sundrast þær og þannig halda hringrásirnar áfram aftur og aftur.

Eyþór Kristjánsson, 2. bekkur

Í verkefninu okkar gerðum við þrívíðamynd af hringrás vatns.

Vatnið kemur úr skýunum. Sólin hitar jörðina. Vatnið breytist í gufu, svífur upp og verður aftur hluti af skýi.

Hvað gerist svo?

Þegar skýið kólnar breytist það úr gufu í vatn eða snjó og fellur aftur niður á jörðina. 

GRÆNUKORN

Hvernig geta litlar plöntur orðið stórar? Hefur þú heyrt um grænukornin?

Nei, segðu mér frá þeim.

Grænukorn eru í plöntum og gefa þeim græna litinn. Þau eru eins og litlar verksmiðjur.

Verksmiðjur, hvað er búið til í þeim?

Grænukornin fá efni úr loftinu og vatn úr umhverfi sínu og svo nota þau orku frá sólinni til að festa efnin saman.

Er þetta þá næstum eins og þegar verið er að baka?

Já grænukornin búa til fæðu fyrir plöntur svo að þær vaxi.

Kemur fæði þeirra þá ekki úr moldinni? Bara að litlu leyti.

Margar plöntur þurfa mold til að halda sér föstum og til að ná í vatn og steinefni. Annars lifa þær á loft.

 

Þetta vissi ég ekki. Svo borðum við og dýrin plöntur. Þá fara efni úr plöntunum í okkur og við vöxum. Við erum þá eiginlega úr lofti.

Guðmundur Baldvin Stefánsson, 2. bekkur

Maður á aldrei að henda rusli í náttúruna. Það eru til ruslatunnur til þess að henda í. Rusl á aldrei að vera í fjörunni eða á víðarvangi. Tappar geta farið illa í hálsinn á fuglum.

BÓKIN

Nú endar þessi bók.

Já, en þú gætir alveg lesið mig aftur og aftur.

Já. Svo verð ég gömul og slitin og einhvern tíma verður mér hent.

Hvað gerist þá?

Þá koma einhverjar lífverur og tæta mig í sig og breyta mér í jarðveg. Þar gæti vaxið tré. Já og úr trénu mætti búa til pappír og úr honum mætti búa til nýja bók.

Þannig er hringferill bókanna. Einmitt.

Jóhanna Margrét Haraldsdóttir, 4. bekkur

Sveinn Trausti Jóhannsson, 2. bekkur

Þetta er bara þannig að við drepum dýr til að borða og meltum. Sum dýrin éta gras, sum borða kjöt. Sum borða aðra fugla. Sum sveppi, sum lauf eða grænmeti.

FÆÐAN

Af hverju þarf fullorðið fólk að borða fyrst það er hætt að vaxa?

Við þurfum orku til að hreyfa okkur, hugsa og vinna. Hvaðan kemur orkan?

Úr fæðunni, grænukornin í plöntunum ná í sólarorkuna og festa efnin saman með henni. Svo borðum við plönturnar?

Já, og þegar við meltum fæðuna sundrast hún. Orkan losnar og fer út í líkamann, knýr okkur áfram og heldur líkama okkar alltaf jafn heitum.

Hitin í mér kemur þá frá sólinni?

Já og efnin í þér koma úr plöntunum sem aftur náðu í þau aðalega úr lofti og vatni. Þetta er nú svolítið skrýtið.

Reynir Harðarson, 3. bekkur

Margrét Dögg Sigurðardóttir, 2. bekkur

VATNIÐ

Veistu að ég er á stöðugri hringferð?

Hvaðan ertu að koma núna? Ég kem úr skýunum. Hvernig komstu þangað upp? Sólin hitar jörðina. Þegar  mér verður heitt breytist ég í gufu, svíf upp og verð hluti af skýi.

Hvað gerist svo? Þegar skýið kólnar breytist ég úr gufu í vatn eða snjó og fell aftur niður á jörðina. Ég get fallið hvar sem er á landi eða í vatn og lent í alls kyns ævintýrum.

Hefurðu gert þetta oft? Óteljandi sinnum. Risaeðlur hafa drukkið mig og allskyns önnur dýr og menn. Vá!

Ég hef verið hluti af jöklum og höfum og verið í ám og vötnum. Ég hef vökvað tré og blóm, þvegið gólf og verið sturtað niður í klósett.

Hvert ertu að fara núna?

Kannski fer ég með ánni til hafs eða ætlar þú kannski að drekka mig?

Reynir Harðarson, 3. bekkur

Jóhanna Margrét Haraldsdóttir, 4. bekkur

bottom of page