top of page
NÝ PLÁNETA VERÐUR TIL ÚR FLUGELDARYKI

Það var skotið upp svo mörgum flugeldum, að það byrjaði að myndast mengunar ský. Menn héldu áfram að skjóta upp þegar þeir tóku eftir því að þetta ský varð stærra og þéttara. Svo byrjaði skýið að færast upp í geim. Dagin eftir tóku menn eftir því að ryk plánetan var orðin stærri og hringlottari. Nasa ætlar að koma til íslands 5 mars og fara að skoða plánetuna.

JÖRÐIN OG TUNGLIÐ

Talið er að sólkerfið hafi myndast fyrir meira en 4,600 milljónum ára þegar risastórt ský úr gasi og ryki tók að dragast saman af völdum þyngdarkrafta. Langmesti hluti efnisins safnaðist saman í miðju skýsins og myndaði sólina. Afgangur efnisins varð að miklu minni hlutum, svo sem reikistjörnum, tunglum, loftsteinum og halastjörnum. Jörðin er einstaklega athyglisverð reikistjarna. Mikið at var á fyrstu áramilljónunum þegar hún var að myndast. Hún hefur tekið gríðarlegum breytingum frá þeim tíma og í dag fóstrar hún þetta dásamlega fyrirbrigði, lífið sjálft. Öll efni sem eru á jörðinni hafa verið þar frá því að hún varð til, fyrir utan loftsteina sem hafa rekist á jörðina á leið sinni um geimin. Tunglið, okkar tryggi förunautur, hefur fylgt jörðinni nánast frá upphafi. Það er svolítið skrýtið að hugsa til þess að við búum á reikistjörnu sem í upphafi var glóandi heit, þar sem ekkert líf gat þrifist.

NORÐURLJÓS

Norðurljós eru náttúrleg ljós á himni sem verða til þegar hraðfleygar rafhlaðnar angir frá sólinni rekast á atóm og sameindir í lofthjúpi jarðar, yfirleitt í um 100 km hæð. Algengustu litir norðurljósa eru gulgrænn, grænn og rauður sem súrefni gefur frá sér en rauðlit og fjólublá litbrigið af völdum niturs sjást líka stundum. Þegar norðurljósin eru mjög dauf greinir augað enga liti og þá sýnast þau gráhvít. Norðurljós eru ótengd jarðnesku verði og hefur hitastig engin
áhrif á sýnileika þeirra. Sjá Norðurljósarspá.

1.400.000 km í þvermál

HVERT ER ÞVERMÁL SÓLARINNAR?

Vetrarbrautin

HVAÐ HEITIR SÓLKERFIÐ OKKAR?

Nei

ER SPORBAUGUR ALVEG HRINGLAGA?

5.500°c

HVERSU HEIT ER SÓLIN?

Hún er fyrir ofanan Norðurpólinn

HVAR ER PÓLSTJARNAN?

Milljón

HVAÐ ERU MARGAR STJÖRNUR Í STJÖRNUÞOKU?
LITIR NORÐULJÓSANNA
  • Grænn: Súrefnisatóm í 90-200 km hæð (558 nm bylgjulengd). Fölgrænn eða gulgrænn er algengasti litur norðurljósa. Augað er næmast fyrir grænum lit.

  • Dökkrauð: Súrefnisatóm í meira en 200 km hæð. Dökkrauður litur sést efst í norðurljósum en þá hafa mjög orkuríkar rafeindir örvað súrefnisatómin (630 og 636 nm bylgjulengdir).

  • Skærrauð: Nitursameindir í innan við 90 km hæð. Algengur litur við mestu sólstorma, þegar mjög orkuríkar rafeindir örva sameindirnar.

  • Fjólublá og blá norðurljós stafa af örvuðu nitri.

  • Bleik og gul: Rauð og græn blandast saman

HVAÐ ÞARF ÉG AÐ HAFA MEÐ MÉR Í GEIMFERÐ?

2x walley

Ælupoka

Bækur

Blautþurrkur

Bleiur

Blöð

Blýant

Brunatæki

Dýnu

Fáni

Fánastöng

Föt

Geimbúning

Geimflaug

Geimhjálm

Geimhús/virki

Gervihnattadisk

Gervihnött

Ísskáp

Klósettpappír

Kodda

Liti

Lyf

Mat

Myndavél

Penna

Poka

Rafmagn

Sæng

Síma

Sjúkrakassa

Snjógalla

Spil

Stækkunargler

Stiga

Strokleður

Súrefni

Talstöð

Tannbursta

Tannkrem

Teikniblokk

Þvottastykki

Þyngdaraflsbreyti

Tölvubúnað

Tösku

Útvarp

Vatn

Vítamín

Einn mánuð

HVAÐ ER TUNGLIÐ LENGI AÐ FARA 1 HRING UM JÖRÐINA?

Frá sandkorni og upp í rúman meter

HVAÐ GETA LOFTSTEINAR ORÐIÐ STÓRIR?

Aðdráttarafl sólarinnar

HVAÐ HELDUR REIKISTJÖRNUM Í ÁKVEÐINNI FJARLÆGÐ FRÁ SÓLINNI?

Dvergreikistjarna

HVERNIG STJARNA ER PLÚTÓ?

Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus

HVAÐA 5 REIKISTJÖRNUR ER HÆGT AÐ SJÁ MEÐ BERUM AUGUM?

Átta, níu ef Plútó er talin með.

HVAÐ ERU REIKI- STJÖRNURNAR MARGAR?

Matvandur einstaklingur í geimnum er ekki í góðum málum. Allur matur er pakkaður inn í lofttæmdar umbúðir og þurrkaður. Á matartímum þurfa geimfarar að taka matinn úr lofttæmdu umbúðunum, sprauta heitu vatni inn í matinn og hrista hann. Þá er matuirinn tilbúinn. Ef þú ert verulega þyrstur þá þarft þú að grípa drykk út úr lofttæmdu umbúðunum og gera það sama og við matinn því drykkirnir eru líka þurrkaðir.

MATSEÐILL

AÐALRÉTTIR

  • Kjúklingur og hrísgrjón

  • Kjötbollur

  • Hrærð egg

  • Gúllas og spergilkál

EFTIRRÉTTIR

  • Steik

  • Rjómaís

  • Súkkulaði

DRYKKIR

  • Kaffi

  • Te

  • Safi

STURLAÐAR STAÐREYNDIR ÚR GEIMNUM

Rússinn Yuri Gagarin fór út í geiminn þann 12. apríl 1961. Gagarin var málmsmiður og orrustuflugmaður. Gagarin var fyrstur að borða út í geimnum, hann fékk með sér kjöt, grænmeti og súkkulaði. Gagarin fór umhverfis jörðina. Hann lenti 200 km norðan við Moskvu.

Fyrstu mennirnir sem stigu á tunglið þann 20. júlí 1969 hétu Neil Armstrong, Edwin Aldrin og Michael Collins. Þeir fóru með Apollo 11. Þeir lentu á tunglinu í litlu fari sem hét Örninn á stað sem kallaður var Haf Kyrrðarinnar. Þessi ferð endaði 24. júlí 1969.

Satúrnus 5 var notuð til að skjóta Apollo geimskipinu á loft með eldflaugarafli. Þetta var fyrsta sinn sem menn fóru til tunglsins. Satúrnus 5 brann upp en Apollo geimskipið hélt áfram. Að ferðinni lokið heim voru hreyflarnir losaðir og það sem var eftir voru hylkin með mönnunum sem svifu niður í hafið bláa. En árið 1981 fundu vísindamenn upp Geimferjur sem gátu sjálfar lent og þá þurftir ekki fallhlífar.

Þann 3. nóvember 1957 varð rússneska tíkin Laika fyrsta lifandi veran sem send var út í geiminn. Næst á eftir Laika voru tveir hundar, tvö nagdýr, flugur og bakteríur send í geimferð árið 1960. Þann 31. janúar 1961 sendu bandaríkjamenn simpansa að nafni Ham út í geiminn vegna þess að þeir álitu að líkami hans myndi  bregðast við líkt og mannslíkaminn.

Árið 1660 féll epli á höfuðið á Vísindamanni, Isac Newton. Krafturinn sem togaði eplið til Jarðar var sami kraftur  og togaði tunglið í átt til Jarðar og reikistjörnurnar í átt til sólar.

Því stærri sem hnötturinn er því meira aðdráttarafl hefur hann.

Almyrkvi

HVAÐ HEITIR ÞAÐ ÞEGAR TUNGLIÐ SKYGGIR ALVEG Á SÓLINA?

Þegar tunglið skyggir á hluta sólarinnar

HVAÐ ER DEILDARMYRKVI?

Á hverju ári einhver staðar á jörðinni

HVENÆR SÉST SÓLMYRKVI?

Bjartar stjörnur á himninum sem myndast í samstæðum

HVAÐ ER STJÖRNUMERKI?

Stjörnumerkin eru 88 talsins

HVAÐ ERU STJÖRNUMERKIN MÖRG?

Braut sem reikistjörnurnar fylgja kringum sólina

HVAÐ ER SPORBAUGUR?
STJÖRNUHIMININN

Á heiðskýrri vetrarnóttu blasir stjörnuhimininn við. Á stjörnuhimninum eru um það bil 2500 stjörnur sýnilegar með berum augum. Allar tilheyra Vetrarbrautinni okkar sem liggur eins og dauf slæða yfir næturhimininn. Ef grannt er skoðað sést að himininn virðist hreyfast vegna möndulsnúnings Jarðar. Í austri rís stjörnur og stjörnumerki á meðan önnur setjast í austri. Í hverjum mánuði gengur tunglið um himinhvolfið og með berum augum má sjá allt að fimm reikistjörnurnar fylgja nokkurn veginn sömu slóðum.

SVARTHOL

Svarthol eru skilgreind sem svæði í tímarúminu
þar sem þyngdaraflið er svo sterkt að allt sem er
nálægt þeim sogast inn í þau og ekkert sleppur
þaðan út, ekki einu sinni ljós. Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Mörkin þar sem þyngdarkrafturinn
verður nógu sterkur til að gleypa ljós eru aðeins í
örfárra kílómetra fjarlægð frá miðjunni. Einnig er
talið að í miðju sumra vetrarbrauta og dulstirna sé að finna feiknarstór svarthol, með milljón eða
jafnvel milljarðfaldan sólarmassa. Allt í kring eru
tími og rúm sveigð vegna hins gífurlega
massaþéttleika, í samræmi við forsagnir almennu afstæðis kenningarinnar.

GEIMFARARNIR SEM FÓRU TIL PLÚTÓ

Árið tvö þúsund og fimm tuttugasta og fimmta júlí voru tveir geimfarar sem voru á leið til Plútó. þeir hétu Adrian og Nonni. Þeir lögðu af stað til plútó. Þegar þeir voru komnir til Plútó sáu þeir eitthvað skrítið, það var bær á Plútó. Þeir löbbuðu hægt og rólega. Og þá sáu þeir alveg helling að geimverum. Geimverurnar voru allar svona fimm metrar og börnin þrír metrar. Allt í einu birtist ein geimvera fyrir aftan þá. Þessi geimvera hélt að þeir voru dýr og tók þá inn í húsið sitt. Þeir héldu að hún væri að fara borða þá en hún byrjaði að kasta bolta. Geimveran hafði þá sem gæludýr. Geimveran talaði manna mál af því að hún var einu sinni á jörðinni. Svo hún fattaði að þetta voru manneskjur og hætti að nota þá sem gæludýr. Hún spurði hvað þeir voru að gera hérna. Þeir sögðu að þeir komu til að rannsaka Plútó. Þeir sögðust kannast við geimveruna. Hún var árið nítjánhundruð sjötíu og fjögur. Þá var hann kallaður Malli. Þeir sögðu að þeir þruftu að fara aftur á jörðina. Malli sagðist geta hálpað þeim. Hann sagði að það væri geimstöð sem var hellingur að geimskipum í. Þeir skriðu að geimstöðinni þegar þeir voru komnir var heill her af geimverum. Þeir laumuðust að einni geimveru rotuðu hana með steini og tóku byssuna. Malli var með svo langar hendur þannig að hann lyfti þeim upp á þakið þeir reyndu að skjóta geimverurnar en þetta voru ekki byssur þetta var dýr sem leit alveg eins út og byssa þetta dýr gat breytt sér í allskonar. Þá kom Malli upp með því að lyfta sér upp með höndunum sínum. Hann sagði að þetta var dýrið hans sem týndis þegar hann kom til baka frá jörðu. Þessi dýr heita Ollar. Ollur breytti sér í barna geimveru til að tefja verðina. Þeir laumuðust inn í geimskipið en þá var kóngurinn þar inni. Ollur fór til Malla og Malli sagði Olli að fara til kóngsins til að láta hann fara. Ollur fór til kóngsins og sagðist vera týndur. Kóngurinn hjálpaði Olli og fór. Adrian og Nonni fóru inn í geimskipið og fóru heim og í dag 2018 eru þeir ríkustu menn í heiminum.

JÖRÐIN

Séð utan úr geimnum er jörðin fallegur bláleitur hnöttur sem gengur á braut um sólina. Mikil hreyfing er á henni, því auk þess sem jörðin gengur hratt eftir braut sinni, eða á um 107 þúsund kílómetra hraða á klukkustund, snýst hún um sjálfa sig. Þessar hreyfingar hafa talsverð áhrif á jörðu niðri og hafa mennskir íbúar jarðarinnar, sem við komum að síðar, miðað við þær tímatal sitt. Fyrstu lífverur komu fram á jörðinni fyrir um 3,8 milljörðum ára. Það voru gerlar í höfunum og mynduðu þeir smám saman súrefni sem varð undirstaða fyrir tilvist flóknari lífvera. Umhverfis jörðina gengur allstórt gulleitt tungl, sem snýr alltaf sömu hlið að henni.

KVIKMYNDAGAGNRÝNI E.T

E.T er mynd um geimveru sem kom til jarðar með geimverufólkinu sínu og verður óvart skilinn eftir. E.T kynnist strák sem heitir Elliot ásamt systkinum hans. Þau reyna að hjálpa  E.T heim en það gengur á ýmsu hjá þeim. 

Myndin er gerð eftir kvikmyndahandriti

Handritshöfundur er Melissa Mathison og leikstjóri er Steven Spielberg

Við gáfum kvikmyndinni eftirfarandi einkunnir

Arney

Mattý

Sveindís

Tryggvi

Markús og Alexander

Kristófer

Sólveig og Arnrún

Bergrún

KONAN SEM FÓR TIL MERKÚR

Okei ég ætla að segja ykkur söguna um konuna sem varð eftir á
Merkúríus. Þetta byrjað allt með því að hún laumaði sér með í
geimflaugina, þegar eitthverjir vísinda menn voru að fara að gera
eitthverjar rannsóknir á Merkúríus. Það tók þá 4 daga að fara þangað,
þegar þeir komu þangað fóru þeir út úr geimflauginni í eitthverju
búningi en konan Melsa fór ekki búning hún bara fór út og fyrst gat
hún varla andað en síðan gat hún andað, ég veit það er mjög skrítið
að hún gat andað en þetta er sönn saga. Melsa var mjög mjög mjög
forvitin kona þá meina ég mjög forvitin kona þá meina ég í alvöru hún
var mjög forvitin kona en okei höldu áfram hún byrjaði á því að labba
suður eða vestur eða austur eða norður ég bara hreinlega veit það
ekki, allavega hún fann stóran helli og þar fann hún hamborgar, pizzu
og burito, hún át eins og svín hún var náttúrulega ekki búin að borða
neitt í 4 daga. Síðan heyrði hún geimflaugina fara á loft, hún horfði á
hana hverfa hægt og rólega bæ bæ sagði hún síðan fór hún aftur inn í
hellinn. Daginn eftir stóðu þrjár mannshænur einn fiskimaður og sex
geimverur sem voru að kúka hamborgurum, pizzu og burito Melsa
starði á þá og hugsaði ég er búin að vera borða kúk ojj. Eftir svona
einn klukkutíma ákvað hún að reyna að tala við þá hún sagði hæ ég er
Mel og þeim brá svo mikið að allir skutu hana og þetta er sönn saga
um hana Melsu því að ég var þar ég er fiskimaðurinn.

Hitinn í sólinni nær 12-15 milljón gráðum. Járn bráðnar við 1.500 gráður. Maðurinn hefur komist til tungsins og hefur í hyggju að ferðast til annara reikistjarna. En engu geimfari væri lendandi á sólinni. Ekki er þekkt neitt efni, sem þyldi hitann án þessa að bráðna.

Merkúr er aðeins lítilega stærri um sig en tungl Jarðar. Og að því leiti líkist Merkúr líka tunglinu að yfirborði hnattarins er þakið loftsteinarhnígum. En hitamunurinn er gífulegur. Merkúr er mjög nálægt sólinni og Hitinn þar fer alltaf uppí 425 gráður. Vegna hversu hægt Merkúr snýst um sjálfan sig, getur sólin sumstaðar skinið í 3 mánuði.

Hvít ský umlykja Venus og endurkasta sólarljósinu.

Þetta er ástæða þess að Venus skín ekki síður skírt á himni en fastastjörnur. Suma hluta ársins skín Venus skært á kvöldin. Þaðan kemurnafnið kvöldstjarna en stundum er hún áberandi skær á morgnanna og því er hún einnig nefnd morgunstjarna.

Á mars eru jöklar, sumir tugir metra að þykkt. Ísinn er þurr; rétt eins og ís sem er notað í vissum gerðum kælikassa til að halda mat eða drykkjum köldum.

Jörðin sjálf er gerð úr þremur

lögum. Yst er jarðskorpan hörð

og köld skel. Þar innan við er

möttullinn glóandi og fljótandi

lag. Innst er kjarninn, stöðugur

málmkjarni þar sem hitastigið er

gríðarlega hátt.

Til að skilja hve risastór hnöttur Júpíter er, má ímynda sér hann við hlið Jarðar. Hann myndi því sem næst fylla hálft rýmið milli héðan til tunglsins. Þessi vegalengd er 384.000 km en þvermál Júpíters er 142.400 km. Júpíter er engin léttvara. Hann er 318 sinnum þyngri en Jörð.

Á Plútó er meðal hitinn 230 gráður sem er heitara en á Neptúnus, Úranus, Satúrnus, Júpíter, Mars og á Jörðinni

Eins og Júpíter má á Neptúnusi greina stomrsveipi. Þetta eru eins konar hring iður sem soga allt niður í sig, ekki ósvipað skýstrók þar sem vindhraðinn fer yfir 2.000 km á klst. Neptúnus er ekki ólíkur Úranusi vegna þess hve mikið metan er bundin í gufuhvolfi og svo vegna bláu litaslikjunar.

Sérkennilegur öxullhalli Úranusar veldur afar undarlegu tímatali. Dagur og nótt taka hvort Um sig 42 Jarðarár og árið á Úranusi er 84 Jarðarár.

Það var ítalski stjörnufræðingurinn Galíleo Galíleí sem fyrstur uppgötvaði hringi Satúrnusar í gegnum sjónauka sinn árið 1610. Hann á þá að hafa hrópað upp: "Satúrnus er með eyru".

bottom of page