top of page
RUSL

Þegar við förum út í frímínútur sjáum við oft rusl á lóð skólans. Það er margs  konar, mest ber á tómum drykkjarfernum, plast og stundum sjást glerbrot.

Sennilega eru margir sem henda ruslinu þarna en oftast eru það líklega nemendur skólans eða þeir sem eru að leika sér á skólavellinum eftir skólatíma. Allir vilja hafa fallega og skemmtilega skólalóð með fjölbreyttum leiktækjum en hún verður aldrei aðlaðandi ef umhverfið er sóðalegt. Rusli á að henda í þar til gerð ílát og hvergi annars staðar.

Ekki má heldur gleyma skólahúsinu sjálfu. Allt of oft sjáum við krot á veggjum bæði úti og inni.  Sumir skemma líka húsbúnað og kennslutæki, sóa pappír, litum og föndurefni og ganga illa um alls staðar. Okkur líður betur ef heimili okkar er snyrtilegt. Sama gildir um skólann. Því betri umgengni sem er í skólanum, úti og inni, þeim mun betur líður okkur þar.

Kristófer Örn Sigurðarsson, 5. bekkur

UMVERFISÁHRIF SKAFTÁRELDA

Árið 1783 byrjaði eldgos í Lakagígum þá fylltist allt af undarlegri móðu sem náði yfir alla Evrópu og hefur síðan verið kallar ár undranna.

 Verst var þetta á Íslandi því eldfjallið var þar. Hraunið lagði meira en 20 sveita bæi í eyði. Brennisteinsmóða og flúormengun kom yfir mest allt landið. Súrt regn brenndi göt á laufblöð og sveið húð manna og dýra. Fólk kvartaði yfir kraftleysi og öndunarerfiðleikum, sviða og hröðum hjartslætti. Móðan eyddi einnig birkikarri og mosa og mjög dró úr grasvexti. Flúormengun haði mikil áhrif á dýrin og meira en helmingur þeirra dóu. Af því að það dóu svona mörg dýr og það var mjög kallt sumar hafði fólk lítið að borða og það dóu meira en 20% landsmanna. Það dóu svo margir að fólk var jarðað í fjöldagröfum.

Matthildur Eir Valdimarsdóttir, 6. bekkur

MISMUNANDI JARÐVEGUR
fréttir
EKKERT RAFMAGN

Það er mjög langt síðan þegar það var ekkert rafmagn.

Einu sinni var maður sem vildi finna upp á einhverju og einn daginn var hann að labba úti. Hann var að hugsa um eitthvað sem hann gæti fundið upp og fékk þá hugmyndina. Hann sagði „ég ætla að reyna að gera það sem ég ætla að kalla RAFMAGN! það sem getur verið notað til að gera mikið“ og maðurinn var svo glaður að hann sagði öllum frá og fyrsti maðurinn sagði „það er alveg ömurleg hugmynd þú ert heimskur“ og þá varð hann leiður.

Hann sagði mörgum en allir sögðu það sama. Hann sat á stól sem hann var vanur að sitja á og var mjög leiður. En einn maður kom og sagði „hvað er að?“ „ég fékk hugmynd að uppfinningu og allir hata hugmyndina“ „hver er hugmyndin?“ spurði maðurinn. „Ég fann upp á einhverju sem er mjög öflugt, það sem ég kalla rafmagn“. “Flott nafn“ sagði þá maðurinn.

„takk“ „ eigum við að gera þetta saman?“  „já!“ svaraði maðurinn.

Markús Ingi Ericsson, 5. bekkur

VATNSORKA

Það er mikil stöðuorka í vatninu áður en það fellur af fjöllunu niður í sjó. Við notum rafmagnið mikið á hverjum degi en þegar vatnið hættir að renna í gegnum  rörin á virkjununum stöðvast framleiðslan af  rafmagninu. Íslendingar hafa því byggt uppistöðulón við hverja virkjun til þess að jafna raforkuframleiðslu því að úrkoman er ekki jöfn allt árið. Þannig má líkja uppistöðulónum við risavaxnar rafhlöður sem vernda orkuna.

Arney Ósk Arnardóttir, 6. bekkur

Markús Ingi Ericsson, 5. bekkur

UMHVERFIÐ

Einu sinn var norn sem var vond við náttúrunna hún hét Elísabet. Hún setti álög á móður náttúru. Móður náttúra hét Anna Bella. Hún gat ekki létt álögunum. Þá komu álfar og reyndu að hjálpa henni, en þeir gátu það ekki. Þá kom elsti álfurinn og var með móteitur til að læknana hana. Og hún drakk móteitrið og læknaðist. Nú vaknaði náttúran og næst elsti álfurinn var með sverð og fór í kastala nornarinnar en þá tók nornin hann og reyndi að drepa hann. En  hann var með sverð og stakk hana í hjartað. En hjartað var búiðn til úr demantum, en þá flúðu álfarnir og Anna Bella út í skó og þau sáu nornina aldrei aftur.

Arney Ósk Arnardóttir, 6. bekkur

Kristófer Örn Sigurðarsson, 5. bekkur

?

?

Hverjir áttu heima hér á undan okkur?

Kannski afi og amma eða einhverjir aðrir. En hverjir áttu heima hér á undan þeim? Og á undan þeim? Klukkan tifar, tíminn líður.

Kristófer Örn Sigurðarson, 5. bekkur

?

?

?

?

?

MENGUN

Af allri þeirri mengun sem berst til sjávar eru um 80% upprunnin frá starfsemi í landi. Því er ljóst að ef árangur á að nást í að verja hafið gegn mengun verður að beina athyglinni að starfsemi í landi. Mengun hafsins getur haft víðtæk áhrif. Mengunarefni geta borist til sjávar frá landi á tvennan hátt. Annað hvort sem loftborin mengun með veðri og vindum eða með frárennsli frá landi. Einnig er gerður greinarmunur á því hvort mengun komi frá einni ákveðinni uppsprettu eða fleiri. Frárennsli frá landi kemur annað hvort frá almennum fráveitum, frárennsli frá fyrirtækjum eða afrennsli af landi (vatnsföll/úrkoma). Loftborin mengun getur borist til sjávar annað hvort með ryki, úrkomu eða sem uppgufuð efni eða efnasambönd.

 

Staðan á Íslandi

 

Mengun á hafsvæðinu við Ísland, sem er til komin vegna starfsemi á landi, er að hluta til upprunnin hér á landi og að hluta til í öðrum löndum, bæði nær og fjær. Ísland er eyja sem er tiltölulega fjarri öðrum löndum. Hafsvæðið umhverfis landið er með því hreinasta sem vitað er um. Þrátt fyrir það er brýnt að viðhalda nákvæmri vöktun og eftirliti með ástandi sjávar og uppruna mengunar í hafinu. Almennt má segja að næringarefni og olíuefni sem er að finna í hafinu við Ísland af völdum mannlegra athafna séu nær eingöngu upprunnin hér á landi. Þungmálmar og þrávirk lífræn efni rekja uppruna sinn hins vegar til landstöðva bæði hér á landi og erlendis. Nær allur styrkur geislavirkra efna sem mælist í hafinu við Ísland á rætur að rekja til erlendra uppspretta.

ENDURVINNSLA

Endurvinnsla er aðferð eða sú stefna að nýta hluta sorps til að búa til nýtilegt efni með því markmiði að minnka þörf á nýjum hráefnum og minnka mengun. Sorp, sem mögulegt er að endurvinna, er til dæmis gler, pappír, málmar, malbik, bylgjupappi, fatnaður og sum plastefni.

Hringrásir er hringur af fæðukeðju t.d. beljur borða gras síðan verður grasið af skít og skíturinn er dreifður á túninn og beljurnar borða það gras. Fiskar borða þara þarinn borðar það sem fiskar skíta og allskonar í sjónum. sólin hitar vatnið, vatnið gufar upp vatnið verður að skíi skíið rignir í ár og vatnið. Lauf detta af trjám laufinn verða að trjám og þegar það kemur haust þá detta laufinn af trjánum og verða að trjám. Ber vaxa í nátturunni og síðan koma blóm og verða að berjum síðan borða fuglanir berin og skíta fræunum. Sólin skín á plöntur, plönturnar vaxa smádýr borða laufblöðin fuglar borða smádýr og plönturnar menn borða fuglana refir borða líka fuglana. Vatn Sólin skín á vatnagróður, vatnagróður verður að frumum og frumurnar verða að smádýrum smáfiskar éta smádýr, stórfiskar og fólkið étur allt. Sól lætur plöntur gróa, menn borða plöntur og grasbítar þú veist beljur, kindur og hestar borða plönturnar og menn borða grasbítaranna. Jörðin er 40,075 km og hún er 5,974,200,000,000,000,000,000 Tré vaxa í jarðvegi tré er hoggin í trjáboli sem er tættur í bita og verður að pappír síðan pappírsvörur síðan bækur og pínu af bitunum eru settir í mold og verða að og verða að jarðvegi.

ORÐASÚPA
bottom of page