Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Lýðræði í skólastarf
Á lýðræði erindi í skólastarf?
Lengi hefur aðalnámskrá grunnskóla lagt áherslu á lýðræðishlutverk skóla og þegar leik- og frahaldsskólar fengu aðalnámskrár var einnig lögð áhersla á lýðræðishlutverk þessara skólastiga. Það er eiginlega heldur ekki augljóst hvaða þýðingu þetta hefur að skólinn gegni þessu hlutverki hvort sem þessu er lýst sem undirbúningi fyrir þátttöku lýðræðissamfélagi eða daglegum lýðræðislegum starfshætti í skólum. Tökum sem dæmi þá almennu lýsingu á lýðræði sem er að finna í aðalnámskrá grunnskóla.
„Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og virkan þátt í mótum samfélagsins. Í lýðræðisríki þurfa borgarar að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega. Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni sitt og hafa áhrif nær og fjær“.
(Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti, 2011, bls.14).
