top of page

Ef við lendum í alvarlegu slysi eða verðum að gangast undir skurðaðgerð þurfum við ef til vill á blóði að halda úr öðru fólki. Þetta kallast blóðgjöf og þá skiptir öllu máli að við fáum blóð af réttri gerð, annars getur nýja blóðið myndað kekki með okkar eigin blóði og valdið lífshættulegum skaða. Áður en við fáum blóð þurfum við því að láta kanna í hvaða blóðflokki við erum, hvort við erum í A-, B-,AB- eða O-blóðflokki. Ekki má blanda saman blóði úr hvaða blóðflokkum sem er vegna þess að í blóðvökvanum eru mismunandi mótefni. Við blóðgjöf er þess þó yfirleitt gætt að gefa blóð eingöngu af þeim blóðflokki sem blóðþeginn er í. Sá sem er í O-blóðflokki getur gefið öllum öðrum blóð.

Heimildir:

Fabricius,Susanne og fl. 2011 Mannslíkaminn. Námsgagnastofnun Kópavogi.

 

 

 

blóðflokkar og blóðgjöf

bottom of page