top of page

Hormónar

Á nokkrum stöðum í líkama okkar eru líffæri sem kallast innkirtlar. Þeir eru kallaðir svo vegna þess að engar rásir liggja frá þeim. Í þeim myndast efni sem heita hormón. Hormónin síast úr innkirtlunum út í blóðrásina og berast með henni um allan líkamann. Skjaldkirtill, nýrnahettur, eggjastokkar í konum og eistu í körlum eru dæmi um innkirtla. Hver kirtill myndar sérstakt hormón (stundum fleiri en eina gerð) sem hefur áhrif á ákveðna þætti í starfsemi líkamans. Hver hormón verkar aðeins á ákveðnar frumur líkamans. Þannig hefur skjaldkirtilhormón áhrif á brunann í frumunum og hormón eggjastokka og eistna áhrif á kynþroska og störf æxlunarfæranna. Jafnvel örlítið magn af hormóni getur haft mikil áhrif á starfsemi líkamans.

Heiladingull er mjög mikilvægur fyrir hormónastarfsemi líkamanns.

bottom of page