top of page

 

 

 

 

 

 

Sumar lífverur eru gerðar úr einni frumu og þá kallast þau einfruma en sumar eru gerðar úr mörgum þúsundum af frumum og kallast þá fjölfruma. Frumur eru minnstu einingar líkamans. Það er ekki hægt að vita hvað eru margar frumur í einum mannslíkama því það eru um það bil 200 tegundir af frumum líkamanum, það er næstum ómögulegt að telja þær því að í einu grammi af vef eru allmargir tugir milljóna af frumum svo þið getið ýmindað ykkur hvað þá eru margir. Allar frumur koma frá öðrum frumum. Líkaminn okkar er eins og vél og þarf orku og hún kemur frá fæðunni okkar. Fæðuagnirnar þurfa að komast til frumnanna og inn í frumunum er losuð orka úr matnum. En frumurnar eru gerðar af mismunandi frumulíffærum sem gegna mismunandi hlutverki. Frumukjarninn stjórnar næstum allri starfsemi frumnanna. Frumur af sömu gerð mynda vefi sem mynda síðan líffærin okkar. En allir vefir og öll líffæri myndast af stofnfrumunum þær eru upprunalegar og ósérhæfðar frumur og af þeim geta myndast margar gerðir sérhæfðra frumna. Þegar frumur deyja þá koma alltaf nýjar í staðinn og þegar þú stækkar þá verða alltaf fleiri og fleiri frumur í þér. Samt lifa ekki allar frumur jafn lengi. En það er ekki gott að frumurnar fari að skipta sér stjórnlaust því þá eru líkur að þú fáir krabbamein. Það eru margir hlutir sem valda krabbameini eins og að fara of oft í sólbað það getur valdið húðkrabbameini og að reykja veldur líka mjög mörgum krabbameinum hér á landi. Líka þá starfa frumurnar alltaf saman sem heild og sértaklega þegar þú ert að gera eitthvað erfitt eins og að hlaupa mikið þá starfa frumurnar allar saman á fullu.

Starfsemi frumna í líkamanum

bottom of page