top of page

 

 

Þegar rafeindir eru paraðar myndast ekkert segulmagn en þegar frumefni hafa óparaðar rafeindir eins og t.d. járn, kóbalt, nikkel og aðrir málmar raða rafeindirnar sér af handahófi og skipulagslaust. Segulsvið þeirra teygir sig í margar og mismunandi áttir. Ef segulsviðin skipa sér öll í sömu stefnu, það er öll með norðurskautin í sömu átt eykst heildarstykur segulsviðsins og málmurinn verður segulmagnaður.

Seglar eru til af ýmsum gerðum, bæði myndaðir í nátturinni og gerðir af mönnum.

Segulmagn úr rafmagni

Segulmagn er nátengt rafmagni vegna þess að þessi fyrirbæri byggjast bæði á hreyfingu rafeinda.

Þegar rafstraumur flyst eftir vír myndast segulsvið umhverfis vírinn. (með þessu móti hægt að nota rafstaum til aðð búa til segulsvið).

Gormundinn vír verkar eins og segull þegar rafstraumur fer eftir vírnum, segull öflugri eftir því sem vafningar eru fleiri.

Rafsegulfræði fjallar um tengslin milli rafmagns og segulmagns

Sterkir seglar sem eru segulmagnaðir aðeins skamma stund í senn fyrir tilstilli rafmagns kallast rafseglar. Eru t.d. í símum og dyrabjöllum.

Rafhreyfill er tæki sem breytir raforku í vélræna hreyfiroku. Eru t.d. í ryksugum og hárþurrkum.

Rafmagn úr segulmagni

Þegar leiðari hreyfist í segulsviði flæða rafeindir um leiðarann og mynda rafstaum.

Stefna rafstraumsins fer eftir því hvernig leiðarinn hreyfist í segulsviðinu.

Ef leiðarinn hreyfist fram og til baka myndast riðstraumur.

Árangursríkast er að leiðarinn er látinn mynda lykkju og hann snýst í segulsviðinu eins og í rafli. Rafall breytir hreyfiorku í raforku.

Stórir raflar sem notaðir eru í orkuverum framleiða gríðarmikla raforku.

Rafmagn sem framleitt er með rafli er flutt með háspennulínum og miðlað til notenda.

Rafmagn og segulmagn

bottom of page