top of page

0-3 mánaða

byrjar barnið að velta sér, heldur höfði, fylgir eftir með augunum, snýr höfði í átt að hljóði við eyra, grip þroskast, heldur um hlut sem er settur í hönd þess og grætur hlær og brosir.

6 mánaða

barnið byrjar að sprikla, veltir sér á maga og á bakið, grípur í hluti, setur allt upp í sig, byrjar að sitja, lítur í átt að hljóði, gerir greinarmun á fólki, brosir við spegilmynd sína, bablar, byrjar að tyggja og fyrsta tönnin birtist.

9 mánaða

barnið byrjar að skríða, standa við húsgögn, segir „mama“ og „baba“, drekkur úr bolla með hjálp og tínir upp í sig t.d. brauðbita.

Við 1 árs aldur

barnið tekur fyrstu skrefin, næstum hætt að skoða dót með munninum, drekkur sjálft úr bolla, reynir sjálft að borða með skeið, segir nokkur orð og skilur einföld fyrirmæli.

Við 2 ára aldur

barnið byrjar að hlaupa og fer upp stiga eitt skref í einu, getur labbað á afturábak, snýr tökkum og hurðarhúnum, borðar sjálft, hjálpar til við að klæða sig, byrjar að mynda setningar og venst koppi.

Við 4 ára aldur

barnið lærir að telja, fer í hlutverkaleiki, teiknar klippir og límir, getur verið glannalegt, heldur athygli í stuttan tíma, hjólar á þríhjóli og fer á klósettið sjálft.

Við 6 ára aldur

Barnið verðu forvitinn, sífellt að leita að ævintýrum, missir auðveldlega athyglina og sér ekki alltaf fyrir afleiðingar gjörða sinna.

Við 9 ára aldur

það áttar sig betur á umferðinni, almennt ábyrgari, getur verið áhrifagjarnt og látið vinina plata sig út í eitthvað óskynsamlegt.

Við 12 ára aldur

barnið verður sjálfstæðara, barnið verður líkamlega sterkt og hefur betri skilning á afleiðingum gjörða sinna.

Við 15 ára aldur

Barnið upplifir miklar líkamlegar og tilfinningalegar breytingar, þar sem unglingum finnst þeir gjarnan þurfa að vera eins og vinirnir, barnið getur verið mjög skynsamt einn daginn en mjög hvatvíst þann næsta, sumum unglingum finnst öryggisbúnaður ekki flottur, ekki fylgja tísku, þægindum og eru hræddir um að vinir geri grín að sér, unglingar reyna sumir að komast eins langt og þeir geta í að ákveða hvað sé best fyrir þá sjálfa og eru þó foreldrarnir sem bera ábyrgð á öryggi og velferð þeirra ennþá.

 

bottom of page