top of page

Sólin

Sólin er hnöttur úr afar heitu gasi. Stærð hennar, hiti og massi eru í meðallai af sólstjörnu að vera. Þvermál hennar er 1,35 milljónir kílómetra. Meira en milljón jarðir kæmust fyrir innan í henni. En þéttleiki hennar er aðeins fjórðungur á við Jörðina.

Þar sem sólin er öll úr gasi er engin skýr lagaskipting í henni. Við getum þó greint fjögu meginlög. Þrjú af þeim eru í gashjúpi sólar, Sólhjúpnum, en eitt af þeim er inni í henni,

 

Sólkóróna,  Ysti hjúpur sólar nefnist sólkóróna. Gasagnir í henni hreyfast svo hratt að hitnn verður 1.7 milljón °C.  En gasagnirnar eru svo strjálar að geimskip sem flygi gegnum kórónuna í skjóli fyrir beinum geislum frá sólinni mundi varla hitna að eninu næmi. Sólkórónan  nær nokkrar milljónir kílómetra út frá sól eða lengra en nemur stærð hennar. Kórónan sést aðeins þegar almyrkvi verður á sól eða þá í tækjum sem eru sérstaklega gerð til athugna á henni.

 

Lithvolf.  Innan við kórónuna er lithvolfið sem er nokkur þúsund kílómetra á þykkt. Þar blossa skyndilega upp gasstraumar um 16.000 kílómetra  út í geiminn. Hitinn í lithvolfinu gæti verið um 27.800°C.

 

Ljóshvolf.   Innst af þremur lögum sólhjúpsins er ljóshvolfið. Það er líka stundum kallað yfirborð sólarinnar. Það er kaldara en lithvolfið – aðeins u 6.000°C. það dregur nafn sitt af því að þaðan kemur ljósð sem berst til okkar frá sólinni.

 

Sólkjarni. Þú hefur kannski tekið eftir því hér á undan að hitinn fer lækkandi þegar innar dregur í sólhjúpnum. En þegar komið er inn fyrir hann hækkar hitinn aftur gífurlega. Sólkjarnin tekur yfir alla sólina nema hjúpinn. Inni í sólinni eru miklar hamfarir þar sem vetnis- og helínkjarnar eru á sífelldri iðandi hreyfingu ef þú gætir einhvern veginn komist þarna inn mundirðu komast að því að hitinn eykst   gífurlega þegar þú nálgast miðju sólarinnar og verður 15 milljón stig í miðjunni. Það er einmitt þar sem vetni breytist í helín með kjarnasamruna og orka sólarinnar á upptök sín þar.

 

 

 

 

 

Umbrot á sólinni

 

Sólin er tiltölulega róleg stjarna í samanburði við stjörnur sem eru sífellt að þenjast út og dragast saman á víxl eða springa skyndilega öðru hverju. En engu síður eru ýmis umbrot á ytra borði sólar.

 

Sólstrókar. Sólstormar sem mynda gríðarstóra bjarta boga eða lykkjur úr gasi frá sólinni nefnast sólstrókar. þeir eiga venjulega upptök sín í lithvolfinu. Stundum sveigjast þeir aftur inn að sólinni og senda gasið til baka. En stundum teygja þeir sig milljón kílómetra eða meira út á við og senda gös og orku út í geiminn. Sólstrókur sem náðist á mynd 4. Júní 1946 varð næstum jafnstór sólinni á einni klukkustund en hvarf svo nokkrum stundum síðar.

 

Sólblettir. Annars konar sólstormar lýsa sér sem dökkir blettir er kallast sólblettir. Þeir sýnast dökkir vegna þess að þeir eru kaldari en umhverfið. Eftir að sólblettur hefur myndast hann oft í marga bletti í hóp áður en hann hverfur að lokum. Sólblettir eiga upptök sín í innri lögum sólhjúpsins og geta verið allt frá 15  upp í 15.000 km í þvermál. Fjöldi þeirra er síbreytilegur en á 10-11 ára fresti koma tímabil þar sem þeir eru sérlega tíðir. Norðurljós verða þá ýmiss konar fjarskipti hér á jörðinni. Stjörnufræðingar hafa tekið eftir því að sólblettir færast eftir yfirborði sólarinnar. Þessi hreyfing gefur til kynna að gasið í sólinni snúist og sólin sé heild snúist um ákveðinn ás gegnum miðju sína. Gös sem eru fjærst snúningsásnum virðast fara einn hring á 25 dögum. Aðrir hlutar sólarinnar snúast hins vegar hægar en þetta.

 

Sólblossar. Enn önnur tegund sólstorma birtist sem ljósblossar á yfirborði sólarinnar og kallast sólblossar þeir eru um tvöfalt heitari en yfirborð sólarinnar og endast sjaldnast lengur en eina klukkustund. Með þeim losnar gífurleg orka úr læðingi á stuttum tíma.

 

Sólvindurinn. Sólkórónan sendir frá sér samfelldan straum af orkuríkum eindum út í geiminn. Þetta nefnist sólvindur. Sólblossar auka stundum á hraða og styrk sólvindsins. Þetta getur truflað útvarpssendingar og önnur fjarskipti á jörðinni.

 

bottom of page