top of page

Sólmyrkvi (solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá jörðu séð. Það gerist aðeinsþegar sólin, tunglið og jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Sólmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er nýtt. Við almyrkva hylur tunglið skífu sólar í heil sinni en við deildar- eða hringmyrkva er aðeins hluti sólar hulinn. Sólmyrkvar standa mislengi yfir en lengd þeirra ræðst af nokkrjnkjnhjhghcvhjhnum þáttum, svo sem fjarlægð tunglsins frá jörðinni. Á Íslandi líða að meðaltali rétt rúm tvö ár á milli sólmyrkva (deildarmyrkva, almyrkva og hringmyrkva). Það er spáð næst almyrkva þann 20. mars 2015. En það þarf samt að gæta sín á því að horfa upp í sólina, hún getur skaðað augun, þess vegna þarf að hafa sérstakann hlífðarbúnað svo sem sólmyrkvagleraugu, sólarsjónauka, sólvörpun o.s.frv.

 

Tunglmyrkvi verður þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar. Það gerist aðeins þegar sólin, jörðin og tunglið eru í beinni línu (raðstaða eða okstaða). Tunglmyrkvar eru með fallegustu stjarnfræðilegu sjónarspilum sem sjá má með berum augum. Tungl er fullt einu sinni á 29,5 daga fresti eða svo. Þrátt fyrir það verður tunglmyrkvi ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi jarðar yfirleitt undir eða yfir tunglið. Ár hvert eru því aðeins tvö eða þrjú tímabil sem myrkvar geta orðið. Þá erusólin, jörðin og tunglið í beinni línu ásamt því að vera í sama fleti þannig að tunglið gangi inn í skugga jarðar. Næst sést almyrkvi á tungli frá öllu Íslandi 28. mars 2015.  

 

 

 

bottom of page