Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Í Vatnshóp eru:
Matthildur Eir, Símon Dreki og Arney Ósk
Í Efnishóp eru:
Kristófer Örn, Hjalti, Sólveig Erla, Sveindís Marý
![]() Þetta er hringrás vatns í náttúrinni. Fyrst drekkum við vatnið og svo pissum við því svo gufar það upp og verður að skýi og svo verður rigning og við drekkum það aftur. | ![]() Við notum vatn í kaffi. Hér er Guðfinna að drekka kaffi. | ![]() Við notum vatn til að hvílast í. Hér er heitt vatn í heita potti. |
---|---|---|
![]() Selurinn notar vatn til að lifa í sjónum. Hann notar það til að lifa en hann þarf líka að komast upp til að anda. Það er öðruvísi en með fiska, þeir þurfa ekki að koma upp. | ![]() Við notum vatn til að gefa blóminu svo það geti lifað. Hér eru falleg blóm sem við týndum á skólalóðinni. | ![]() Við notum vatn til að þvo líkamann okkar. Hér er Arney í sturtu. |
![]() Við notum vatnið til að leika okkur í. Hér er Símon að hoppa í polli. | ![]() Við notum vatn til að synda í. Hér er Sólveig í sundi. | ![]() Við notum vatn til að þvo. Finnur notar þvottavél til að þvo svuntur. |
![]() Við notum vatn til að drekka svo við deyjum ekki úr þorsta, við getum lifað smá lengi án þess að borða mat en ekki án þess að drekka. Hér er Arney að drekka vatn. | ![]() Við notum vatn til að þvo okkur. Hér er Mattý að þvo á sér hendurnar. |
Vatnshópur - Fjölbreytt notkun vatns
Miðvikudagur 3. september.
Í dag er eiginlega logn ,ekki vindur. VIð fórum á vedur.is og þá sáum við að það voru 3 metrar á sek.
Hiti: Það var ekki mjög heitt og ekki alveg kalt, svona milli vegur. pínu kalt en smá heitt. Símon heldur að það sé 12 gráðu hiti. Mattý heldur að það séu 11 gráður og Arney heldur að það sé smá frost kanski mínus 5. Við fórum á vedur.is og sáum að það voru 12 gráður
Úrkoma: Það var ekki rigning.
Fimmtudagur 4. septmerber
Í dag er eins veður og í gær.
Það er aðeins meiri vindur kanski 4 metrar á sek.
Hitinn í dag er eins og í gær nema kanski aðeins minn 10 gráðu hiti.

Símon: Rigning rignir niður og fer í sjóinn, sólin hitar sjóinn sem gufar upp og verður að skýi, rigningin kemur úr skýinu.

Arney: Fiðrildi flýgur og verpir eggi sem verður að lirfu og verður að púpu og verður að fiðrildi. Fiðrildið verpir eggi.

Mattý: Sólin hitar loftið og þá verður loftið létt. Kalda loftið er þungt. Þá kemur vindur því þunga kalda loftið vill fá meira pláss og þá kemur vindur og vindmillurnar snúast. Þá kemur rafmagn.

Símon: Rigning rignir niður og fer í sjóinn, sólin hitar sjóinn sem gufar upp og verður að skýi, rigningin kemur úr skýinu.
Veðurathuganir
Myndverk um hringrás
Að hanna þríviðan hlut, ákveða byggingarefni og skapa hlutinn eftir forminu sem við bjuggum til.
Við gerðum piparkökuhús til að læra um skammhliðar og langhliðar. Við notuðum deig og skárum það niður eins og bréfið okkar. Við lærðum að það er mjög erfitt að gera piparkökuhús. Við lærðum líka að það er hægt að breyta ef við gerum mistök og gera bara eitthvað annað. Við enduðum með að borða húsið og gáfum öðrum með okkur. Það fannst öllum gaman að fá piparkökur. Við lærðum líka að kennarinn gerir líka mistök hún settir piparkökuhúsið vitlaust saman - hún setti skammhlið og skammhlið saman en ekki langhlið og skammhlið. Þannig varð húsið fínt - en smá skakt.
Ólík lífssýn, gildi og skoðanir
Tengsl manns og náttúru




Í hringrásarverkefni ræddum við ótrúlega mikið um tengsl manns og náttúru. Í fyrra settum við niður karteflur og gulrætur og rauðrófur og í þemaverkefninu fórum við og tókum upp gulræturnar og rauðrófurnar (allir krakkarnir í skólanum voru þá búinir að taka upp karteflurnar).
Þegar við tókum upp þá ræddum við um hvernig rauðrófurnar urðu til og hvers vegna sumar eru stórar og aðrar litlar. Garðurinn okkar var svolítíð ömurlegur þannig að það voru bara ótrúlega litlar gulrætur. En rauðrófurnar voru fínar. Við fórum til Finns og sússuðum þær, suðum, skárum niður og settum í ediklög. Svo ætlum við að borða þær í allan vetur.
Efnishópur hjálpaði okkur að taka upp gulræturnar og rauðrófurnar en þau voru í sundi þegar við súrsuðum þær. Efnishópur var oft ekki með okkur - þau voru svo oft að gera eitthvað annað. Inga þarf að skipuleggja þetta aðeins betur næst.
Þetta leikrit er um þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita - það þýðir að við erum að skoða hvernig náttúran hjálpar okkur og gefur okkur ýmislegt, líka hvernig náttúran, veður og land hjálpar dýrum t.d. að labba yfir vötn og sjá á ís.
Persónur og leikendur:
Strákur með spjald: Hjalti
Fiskur: Símon
Sögurmaður: Mattý
Blóm: Arney
Krakki sem var að leika sér: Arney
Kona með hund að labba yfir ís: Sólveig
Kónguló: Sveindís
Leikrit
Við vorum búin að semja mikið lengra leikrit og finna fullt af hlutum sem náttúran gerir fyrir okkur og dýrin. Við vorum búin að mála fleiri leiktjöld og búninga og spjöld. En það var ekki tími til að klára það. Kanski klárum við það næst þegar við verðum komin í 5.-7. bekk og vinnum aftur með hringrásir.
En hér er leikritið okkar:
Leikrit - Efnishópur og vatnshópur
Sólveig, Sveindís, Hjalti, Matthildur, Arney, Símon
Handritið....
Sögumaður (Mattý): Þetta leikrit er um þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita á öllum árstíðum, Vetur, sumar, vor og haust
Spjald sem stendur á vetur (Hjalti)
Sögumaður: Nú er vetur.
Barn að leika sér í snjó (Arney): Snjórinn er leikfang fyrir okkur
Sögumaður: Menn og dýr geta labbað á ís.
Maður að labba yfir ís með hund (Sólveig): Nú er ég fljót að labba yfir á Akureyri á ísnum með hundinn minn.
Sögumaður: Snjórinn getur passað plöntur og pöddur
Blóm: Arney – ég var í dvala og lá undir snjónum.
Kónguló Sveindís. Ég er kónguló, ég er búin að sofa í allan vetur snjórinn passar mig fyrir vindinum.
Sögumaður: Ísinn passar fiskana
Fiskur Símon: Í vetur hef ég alveg verið í fríi frá veiðimönnum, þeir ná mér ekki undir ísnum.
Spjald sem stendur á Vor (Hjalti)
Sögumaður: Nú er vor.
Sögumaður: Sólin þjónar blómunum með hita.
Arney blóm: Kemur upp úr grasinu og blómstrar. Hitinn úr sólinni leyfir mér að vaxa, ég bý til mat fyrir býflugur úr sólinni.
Sögumaður: Hitinn gerir það að blómin búa til hunang og býflugurnar taka það
Býfluga; Hjalti. Hér er blóm – namm hunang.
Blóm Arney: Ég gef býflugunni hunang sem ég bý til.
Spjald sem stendur á Sumar (Hjalti)
Sögumaður: Nú er sumar.
Sveindís: Ég bý til grassöl úr blómum, ég drekk það þegar ég er þyrst
Sögumaður: Stundum er mikið vatn í ánum, þá kemur meiri orka og rafmagn.
Sólveig: Við notum rafmagnið til að hringja og leika í tölvunni.
Sögumaður: Það koma fleiri ormar á sumrin og tréin verða hlýrri fyrir fuglana.
Mattý – fugl: Ég flýg um í sólinni og bý mér til hreiður í trjánum, milli laufanna.
Sólveig ormur: (Kemur undan moldina) . Ég er ormur, ég hef fengið mikinn mat úr moldinni og kanski kemur fuglinn að borða mig.
Spjald sem stendur á haust (Hjalti)
Sögumaður: Nú er Haust.
Sögumaður: Á haustin er uppskerutími. Þá eru ávextir, ber og fræ fullvaxinn. Það sem við borðum er aldinkjöt sem verndar fræ blómanna. Náttúran þjónar okkur með því að leyfa okkur að borða aldinkjötið sitt.
Við borðum (allir krakkarnir standa með spjöldin sín og lyfta þeim upp og segja):
Símon: gulrætur,
Sveindís: karteflur,
Arney: jarðber,
Símon: epli,
Sólveig: krækiber.
Arney; Rauðrófur,
Hjalti: sveppi,
Sveindís: hrútaber,
Hjalti: sólber,
Sólveig: bláber,
Mattý: aðalbláber
Allir: Takk fyrir náttúra að þjóna okkur svona vel.
Í dag fórum við út og við vorum að skoða dýr. Í dýrunum var efni og Inga sagði okkur að allt efni væri búið til úr kubbum sem voru minni en sandkorn. Þessir kubbar heita eitthvað sem við munum ekki hvað var. Við sáum randaflugu sem var að ná í hunang í blómunum. Við sáum líka ber og við töluðu um að berin væru fræ sem fuglarnir éta og kúka. Þegar þau eru búin að kúka þá koma nýjir berjarunnar.
Í dag (3. september) vitum við að litlu kubbarnir sem allt efni er búið til úr heita FRUMEINDIR.
Efni og grunneiningar þess - Vatnshópur




Í þemaverkefninu Hringrásir fengum við nokkur hugtök sem við áttum að skilja og læra. Þetta voru erfið orð. Fyrst skrifuðum við þau upp og töluðum um þau. Svo fórum við í hvísluleik þar sem við áttum að draga okkur orð og reyna að láta þau ganga. Svo fórum við í leiklistarleit þar sem við drógum orð og áttum að leika og hinir að geta. Þá voru kennaranemar með okkur, það var gaman að sýna þeim leikina okkar.
Krakkarnir í Efnishóp gerðu líka gogg með hugtökunum. Þá skrifuðu þau hugtökin inn í gogginn og gogguðu aðra krakka - eða fullorðna. Sá sem fékk orð átti að útskýra hvaða orð það var.
Hugtökin okkar voru:
Efni
Form
Útlit
Umhverfi
Frumeind
Áreiti
Hugtök
Rafrænt form
Endursögn
Skynjun
Nýting vatns
Úrgangur
Náttúra
Árstíðir
Lífsskilyrði
Náttúrufar
Heimabyggð
Loftslag
Gróðurfar
Fæðukeðja
Frumframleiðandi
Jafngildi
Lífsafkoma
Samspil.
Hér fyrir neðan langar okkur að setja vídeo þar sem krakkarnir í Efnishóp sýna hvernig goggarnir þeirra virka (kemur vonandi).