top of page

Ísak     Newton

Sir Isaac Newton (1642-1727) var breskur vísindamaður sem er talinn frumkvöðull í eðlisfræði nýaldar og hann er án vafa einn mesti hugsuður mannkynssögunnar.

Ein frægasta atvikasaga hugmyndasögunnar segir að Newton hafi eitt sinn setið undir eplatré og hafi séð epli falla úr því. Hann á þá að hafa byrjað að velta því fyrir sér hvað ylli því að eplið félli lóðrétt til jarðar, og hvort sami kraftur væri orsök þess að tunglið hreyfist á braut um jörðu. Að loknum margra ára rannsóknum birti hann lögmál sín þrjú um hreyfingu og fjórða lögmálið, þyngdarlögmálið, sem skýrði í einu lagi fall eplisins og hreyfingu tunglsins.

Menn deila um hvort þessi saga hafi gerst svona í raunveruleikanum, en Newton sjálfur sagði söguna nokkrum sinnum á efri árum. Athugasemdir hans um skyndilega og mikla hugljómun eiga sér hins vegar enga stoð í handritum hans; þau sýna þvert á móti samfellda þróun hugmynda þar til lokamarki er náð löngu síðar.

Geimfarar

Fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn hét  Júríj Gagarín. Hann var frá Sovétríkjunum sem nú er Rússland. Hann fór hring umhverfis jörðina árið 1961.

Geimfararnir Neil Armstong og Edwin Aldrin voru þeir fyrstu til að stíga fæti á tunglið árið 1969. Þeir voru frá Bandaríkjunum.

Fyrsta konan fór út í geiminn árið 1963. Hún hét Valentína Tereshkova. Hún var frá Sovétríkjunum.

Í dag eru geimfarar orðnir nokkuð hundruð. Þeir þurfa að klæðast sterkum búningum með alls konar búnaði. Þeir bera hjálma og eru með hanska. Hvergi má skína í beran blett og allt þarf að vera loftþétt.

Geimfarar þurfa að hafa súrefni á kútum því annars myndu þeir kafna.

Vetrarbrautin

 

Sólkerfið okkar er í kerfi sem kallast Vetrarbrautin. Í henni eru um hundrað miljónir sólstjarna.

Vetrarbrautin er stærri en við getum ímyndað okkur. Stjörnufræðingar álíta að fjöldi vetrarbrauta sé um milljarðar. Í hverri vetrarbraut eru milljónir ef ekki hundruð milljarða stjarna.

Vetrarbrautir eru mismunandi útlits. Vetrarbrautin okkar er þyrilþoka.

Norðurljós
bottom of page