top of page

Húðin

Húðin er stærsta líffæri líkamans. Húðin er ysta þekja líkamans sem verndar hann gegn hnjaski og varnar því að óæskileg efni komist inn í hann. Húðin skiptist í húðþekkju, leðurhúð og undirhúð.

Á fullorðnum manni sem vegur 70 kg er yfirborð húðarinnar nærri tveir fermetrar eða álíka stórt og 32 opnur af þessari bók sem raðað væri saman. Samtals vega hörund og leður um tíu kílógrömm.

bottom of page