top of page

Samkynhneigða kakan

 

Haribo Sykurmassi

Uppskrift (dugar til að hylja 28 cm köku):

* 175 g (1 poki) Haribo sykurpúðar
* 475  g Dan Sukker flórsykur (aðeins meira ef þið litið massann)
* 2-2,5  msk vatn
* 50 gr palmínfeiti eða kókósolía
* Gel-matarlitur

Aðferð:

Smyrjið áhöld og skál vel með palmínfeiti. Setjið vatn og sykurpúða í glerskál  bræðið í örbylgjuofni í ca. 2 1/2 mín. Ef ætlunin er að lita massann er best að setja matarlitinn með vatninu.  Hrærið í blöndunni á 30 sek fresti.  Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er flórsykri bætt út í blönduna og þessu hnoaðað saman í höndum eða í hrærivél. Sjá nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan.

1. Áhöld undirbúin:

Það er nauðsynlegt að smyrja skálar og áhöld með palmínfeiti áður en byrjað er.

Sykurpúðarnir bræddir:

Mjög gott að nota djúpa glerskál, smyrja hana með palmínfeiti og setja vatnið og sykurpúðana í skálina. Sykurpúðarnir eru bræddir í ca. 2 1/2 mínútu fer þó eftir styrk örbylgjuofnsins. Það þarf að hræra í sykurpúðunum á ca. 30 sek. fresti til að flýta fyrir bráðnuninni og til að koma í veg fyrir að þeir þenjist út í örbylgjuofninum. Þegar sykurpúðarnir hafa bráðnað er matarliturinn settur út í og hrærður saman við blönduna. Blandan er hituð í 30 sek. til viðbótar til að hafa hana nógu heita þegar flórsykrinum er bætt saman við. Þegar sykurpúðarnir líta út eins og búðingur eru þeir bræddir að fullu.

Það er hægt að fara tvær leiðir að því að vinna sykurmassann:

Leið 1: Hnoða í höndunum

Mér finnst þessi leið henta mjög vel þar sem uppvask á skálum er minna.

Um leið og sykurpúðarnir eru bráðnaðir er flórsykri blandað saman við. Það er best að nota harða sleikju til blanda flórsykrinum saman við blönduna. Munið að smyrja sleikjuna með palmínfeiti. Fyrst er helmingnum af flórsykrinum blandað saman við bræddu sykurpúðana, hrært vel saman. Haldið áfram að bæta flórsykri við þar tl þið eruð komin með þétta blöndu. Þá er blandan sett á palmínsmurðan borðflöt með restinni af flórsykrinum undir. Hnoðið þar til þið getið tekið sykurmassann upp án þess að hann leki niður. Sykurmassinn á að haldast eins og klumpur þegar hann er tekinn upp.

Leið 2: Hrærivélin

 

Uppskrift:

Svampbotn:

§  3 egg

§  2 dl sykur

§  1 dl kartöflumjöl

§  1 dl hveiti

§  1 tsk lyftiduft

Ofninn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita. Egg og sykur er þeytt saman þar til það verður létt og ljóst. Kartöflumjöli, hveiti og lyftidufti bætt varlega út í með sleikju. Deiginu er hellt í smurt smelluform (ca 22 cm) og bakað við 175 gráður í ca. 35 mínútur. Botninn er látinn kólna.

 

bottom of page