top of page

Mismunandi stjörnur

Það eru til margar mjög margar stjörnur í himninum, stjörnurnar eru fleiri en öll sandkorn í heiminum og það hafa allir farið á strönd eða í fjöru og vita hvað það eru mörg sandkorn á hverri strönd eða fjöru. En það eru til margar tegundir af stjörnum en þær þekktustu eru t.d. halastjörnur, reikistjörnur og sprengistjörnur. En það eru til miklu fleiri en það t.d. fastastjörnur, tifstjörnur, rauðir risar, hvítir dvergar, sólsleikjur og margt fleira. Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörnuþokur, en þær geta verið af öllum stærðum og gerðum. Þar sem massi skýsins er mestur, verður þyngdarkrafturinn til þess að skýið byrjar að dragast saman og þegar það gerist hitnar miðjan. Þegar hitastigið hefur náð ákveðnu marki, byrjar massinn að glóa og er til verður svonefnd frumstjarna.Í kringum stjörnurnar geta svo myndast reikistjörnur, það er litlir hnettir sem senda ekki frá sér eigið ljós heldur endurvarpa því eins og allir hnettir í sólkerfinu okkar gera fyrir utan sólina. Þannig myndaðist jörðin og allar hinar reikistjörnurnar úr einu og sama gas- og rykskýi fyrir um 4500 milljón árum, eins og nánar er hægt að lesa um hér. Halastjörnur eru úr ís, gasi og ryki og urðu til á svipuðum tíma og sólkerfið í heild sinni. Þær eru því nokkurs konar leifar frá myndun þess.Halastjörnur skiptast í tvo hópa eftir umferðartíma, það er að segja hve lengi þær eru að ferðast einn hring í kringum sólina. Halastjörnur með stuttan umferðartíma (innan við 200 ár) kallast skammferðarhalastjörnur en halastjörnur með langan umferðartíma (yfir 200 ár) kallast langferðarhalastjörnur. Flestar skammferðarhalastjörnur koma frá svonefndu Kuipersbelti, en það er svæði sem inniheldur þúsundir eða milljónir íshnatta rétt fyrir utan braut Neptúnusar.Langferðarhalastjörnurnar koma frá svonefndu Oortskýi sem er 50.000-100.000 sinnum lengra frá sólinni en jörðin. Þar leynast áreiðanlega margir milljarðar halastjarna sem stöku sinnum hrökkva af braut sinni og taka stefnuna að sólinni.Þegar halastjarnan er komin nógu nálægt sólinni byrjar ís, ryk og gas að streym frá henni svo ryk- og gashjúpur verður til umhverfis kjarna hennar. Við þetta verður halastjarnan nógu björt til að greinast í sjónaukum á jörðinni eða sjást með berum augum.

bottom of page