top of page

Sólgos

 

Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi stendur yfir í stutta stund, venjulega innan við hálfa klukkustund.

Við sólblossa verður skyndileg birtuaukning á afmörkuðu svæði við sólblettina. Frá blossanum berst bæði sterk rafsegulgeislun og hlaðnar agnir, rafeindir og róteindir. Ef geislunin og efnið berst til jarðar getur það valdið tímabundnum truflunum á segulsviðinu og jónahvolfinu; kallast þetta segulstormar. Dæmigerðir segulstormar standa yfir í 24 til 48 klukkustundir, stundum skemur og stundum lengur.

bottom of page