top of page

  Verkefni í Hringrásum
Auðlindahópur

5.-7. bekkur

Í verkefninu unnum við verkefni út frá markmiðum aðalnámskrár. Við reyndum að nálgast þau á fjölbreyttan hátt. Markmiðin voru. 

 

Gera sér grein fyrir hvernig maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans byggist á samspili við hana

Gert sér grein fyrir nýtingu og vernd auðlinda og umhverfis og hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar

Áttað sig á hvernig loftlag og gróðurfar jarðar hafa áhrif á búsetu og lífsskilyrði

Metið jákvæð og neikvæð áhrif ýmissa áreita í umhverfinu á líf hans og tekið gagnrýna afstöðu til þeirra

Lýst náttúruferlum sem hafa áhrif á gróður og landnotkun

Gert grein fyrir notkun manna á auðlindum

Lýst ólíkum vistkerfum á heimaslóð og við Ísland

Tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði íbúa

Fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta

Útskýrt þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita

Rætt mikilvægi samvinnu í samstilltum aðgerðum sem varða eigið umhverfinu

Gert grein fyrir muninum á hreinu vatni og menguðu og hvað megi gera til að draga úr vatnsmengun

Útskýrt fæðukeðjur og rakið fæðu til frumframleiðanda

Átta sig á hvernig loftslag og gróðurfar hafa áhrif á hvernig fólk lifir

Lýst breytingum á náttúru Íslands eftir árstíðum og áhrifum þeirra á lífsskilyrði fólks

Gera sér grein fyrir nokkrum einkennum þess að náttúrufar breytist vegna ytri áhrifa

 

Skilið talað mál á ensku um efni sem varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar talað er skýr og áheyrilega

Þjálfist í að tala ensku í tímum og læra algeng orð og orðasambönd um það sem nemandinn þarf að tjá sig um í kennslustundum

 

Fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að nýta í verkefnavinnu

Byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun,  rannsóknum og reynslu

 

Útskýrt hugmyndir sínar með því að rissa upp málsetta vinnuteikningu

Gert grein fyrir hvort efni séu hættuleg og hvernig hægt er að endurnýta og flokka efni sem fellur til í smíðastofunni

 

Nýtt hugbúnað/forrit við miðlum þekkingar á skapandi og skýran hátt

Nýtt sér samskiptamiðla til að miðla upplýsinum um verkefni sitt og vinna myndir sem skýra þau verkefni sem unnin eru. 

Skrifað texta á tölvu og beitt allmörgum aðgerðum í ritvinnslu.

 

 

 

 

bottom of page