top of page

Flestir eignast börn og margir með sömu háttum, það eru margar leiðir til að geta eignast barn t.d. sú að karl og kona stundi kynlíf, lika er hægt að fá sáðgjöf og það er líka ættleiðing. Allir hafa sínar leiðir til að eignast barn.

Konan verður ólétt þegar sáðfruma fer upp um leghálsinn, upp í gegnum legið og í aðra hvora eggrásina. Þar á sér stað frjóvgun og þar blandast erfðaefnin frá karlinum við erfðaefnin hjá konunni. Síðan kviknar nýtt líf í frjóvguðu eggfrumunni. Frumunum fjölgar jafnt og þétt og þá verður til frumklasi. Svo eftir nokkra daga berst hann niður i legið og tekur sér bólfestu þar. Í leginu myndast legkaka og naflastrengur með æðum sem sér um að fóstrið fái súrefni og næringarefni frá móðurinni. Konur ganga með barnið í 40 vikur eða bara 9 mánuði. Þann tíma er barnið fljótandi í legvatni líknarbelgsins.

Það gerist samt nokkuð oft hér á landi að það þarf að fara í fóstureyðingu. Það fara margar stelpur í fóstureyðingu af því að barnið var kannski gallað eða hún vildi alls ekkert barn. Það fara um 1000 stelpur á ári hér á Íslandi í fóstureyðingu. En þegar líður að fæðingu þá fær konan verki sem kallast hríðir. Hríðir koma þegar vöðvarnir i leginu eru að dragast saman og þrýsta barninu hægt og rólega út um legnhálsinn. Þegar barnið er fætt þá verður klippt a naflastrenginn. Þegar fæðingu er lokið þá byrjar að myndast mjólk í brjóstum móðurinnar. Í henni eru öll næringarefnin sem barnið þarf.

En þegar þú byrjar að eldast eða að verða fullorðinn þá kemur meiri ábyrgð en þegar þu varst barn. Þú þarft bráðum að fara að sjá fyrir þér sjálfum, kannski fjölskyldu eða jafnvel börnum. Eins og margir þekkja kannski getur reynt smá á að eiga í sambýli við maka sinn. Það koma stundum nokkur rifrildi en það er alltaf hægt að laga það með því að tala og hrósa og allskonar þannig. Foreldrahlutverkið getur verið erfitt og samt þarf alltaf að koma vel við barnið og vera góð fyrirmynd því börn haga sér mjög oft eins og foreldrarnir.

Þegar maður byrjar svo að eldast þá byrja frumurnar að vinna hægar, heyrn og sjón daprast og sjúkdómar fara að koma kannski oftar en áður. Þótt maður verði búinn að eldast mikið þá heldur maður samt enn þá kynhvötinni, karlar geta eignast börn alla sína æfi en hjá konum byrja egg kvennana að hætta að þroskast og það kallast tíðhvörf.

Spurningar um tilgang lífsins er mjög misjafnt já flestum. Mörgum finnst það að fæðast, lifa verða ástfanginn, eignast börn, sjá vel um þau og svo deyja til að gera pláss fyrir næstu  kynslóð en það er allt í lagi að halda það eða eitthvað annað svo lengi sem þú stendur við þinn tilgang í lífinu. 

Frá fæðingu til dauða

bottom of page