top of page

Reikistjörnur

 

Reikistjarna er fremur stór himinhnöttur sem hreyfist á braut umhverfis sólstjörnu, eina eða fleiri, og hefur orðið til á ákveðinn hátt úr rykkornum og reikisteinum. Reikistjarna framleiðir hvorki ljós né aðra verulega geislun af eigin rammleik, heldur endurkastar ljósi frá sólstjörnunum sem hún hringsólar um. Við getum litið svo á að orðið reikistjarna vísi til brautarhreyfingarinnar. Reikistjarna er ýmist úr bergi og málmum líkt og innri reikistjörnur sólkerfisins, Merkúr, Venus, jörðin og Mars, eða hún getur verið að mestu úr gasi eins og ytrireikistjörnur sólkerfisins, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus.

bottom of page