top of page

Stjörnuþokur

 

Með stjörnuþoku, eða vetrarbraut, er átt við þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa lofttegunda, aðallega vetnis og helíns (en þau frumefni mynda 98% af masssa alheimsins). Þær mynduðust nær allar við þéttingu efnis við upphaf alheimsins. Stjörnuþokur eru gífurlega stórar. Til marks um það má nefna að áætlað er að í einni stjörnuþoku séu yfir 100 milljarðar stjarna eða sóla. Eins og Sævar Helgi Bragason og Tryggvi Þorgeirsson benda á í svari sínu, Hvað eru margar stjörnur í geimnum?, eru um 100-400 milljarðar stjarna í Vetrarbrautinni, stjörnuþokunni sem sólkerfið okkar tilheyrir. Lesa má meira um Vetrarbrautina í svarinu Hvað er vetrarbrautin okkar stór? eftir Sævar Helga Bragason.

Til eru þrjár tegundir stjörnuþoka. Vetrarbrautin okkar og Andrómeda, næsta stjörnuþoka við okkar, eru báðar þyrilþokur. Nafnið er dregið af lögun þyrilþokanna þar sem efnið þyrlast hratt um miðju þeirra og myndar eins konar spíral eða gorm. Sporvöluþokur eru svo egg- eða kúlulaga, og snúast hægar en þyrilþokur. Aðrar stjörnuþokur eru óreglulegar þokur.

bottom of page