top of page

Eiturlyf

Eiturlyf eru villandi hættuleg og ólögleg.

 

Hvað eru eiturlyf ?

Eiturlyf eiga það sameiginlegt að hafa mikil áhrif á bæði vitund og tilfinningar fólks.

Fyrst geta eiturlyf kallað fram jákvæða reynslu og upplifun og getur þá orðið erfitt að trúa því að þau geta verið skaðleg.

Þegar þú sannfærist um að eiturlyf séu góð má vera að þú sért orðin eiturlyfjafíkill eða að þú sért orðinn háður þessu efni

 

Eiturlyf hafa alltaf verið tengd við glæpastarssemi, miklum sögusögnum, svörtum peningum, draumum um vellystingar, vopnasölu, ofbeldi og dapurlegum örlögum. Margir þeir sem rækta eiturlyfjaplöntur eru fátækir bændur og eiga enga kosta völ til að afla sér pening. Samt fer megnið á peningunum sem kemur fer ekki til bændanna heldur lendir það beint í vösunum hja glæpamönnunum sem stjórna bisnessinum.

 

Sum vímuefni eru lögleg þó megnið sé ólöglegt.

Tóbak og áfengi er t.d. löglegt hér á Íslandi.

Önnur vímuefni en áfengi kallast eiturlyf og eru þau ólögleg og eru allar tegundireiturlyfja ólögleg. En eru sum þessara efna notuð til lækninga

  • Varsla og meðferð ávana- og fíkniefnaeróheimil á íslenskuforráðasvæði.

  • Innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ávana- og fíkniefna er bannaður.

  • Inn og útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, mótaka, framleiðsla og varsla tækja, hluta eða efna til notkunar við ólöglega ræktun, framleiðsla eða tilbúining ávana- og fíkniefna er bönnuð.

  • Heimilt er að gera upptækt til ríkisstjórnar andvirði ólöglemætra sölu ávana-og fíkniefni.

 

Morfín er oft notað meðal lækna til þessa að lina sársauka. Ef sjúkæingur fær morfí hjá lækni verður hann sjaldan háður því.

Ópíum er unnið úr plöntunni draumasól sem er einnig kölluð ópíumvalmúi. Í plöntunni myndast sterk eiturlyf og sem eru í aldinum vernda þau fræin. Ef rispað er aldininlekur út mjólkurhvítur og eitraður safi sem þornar og verður harður og kallast þá hráópíum. Það er síðan notað í Ópíum, morfín og heróín. Þessi 3 efni kallast Ópíöt.

Hægt er að fynna eiturlifin í alskonar formum t.d. duftformi, kristallar og töflur.

Það getur verið erfitt að áætla hversu stóran skammt þarf til þess á ná vímuáhrifum. Aðeins örlítið of stór skamtur getur verið banvænn.

 

Hass og maríjúana eru framleidd úr jurtinni cannabis sativa og getur plantan orðið nokkrir metrar á hæð.

Tetrahýdrólkannabínóler er efnið í jurtinni. Það sest í fituræikum vefum í líkamanum eins og heilanum. Þeir sem nota hass og maríjúana verða þess vegna oft þreyttir, gleymnir, með hægari líkamshreyfingar og eru þær illa samstilltar og er kæruleysi og sinnuleysier áberandi.

 

 

Örfandi eiturlyf eru eiturlyf sem blekkja bæði hjartað og taugakerfið til þess að starfa óeðlilega hratt. Í þessum flokki eru bæði tilbúin efni og efni sem finnast í plöntum. t.d. amfetamín og kókaín. Þeir sem note þessi efni fá oft sýkingar, magakvilla, krampa og lifraskemmdir.hjartað getur hamast svo mikið að það hættir að slá. Fíklar verða oft illskeyttir, ofbeldisfullir og tilfinningakaldir.

 

 

 

Kókaín var upphaflega ætlað sem deyfilif og var það notað á sjúkrahúsum en var efnið fljótlega sett í flokk eiturlyfja.

Hreint kókaín er oft kallað snjór en það er vegna þess að það er hvítt duft og mynnir á snjókorn.

Kók er oftast tekið um mun eða nös eða það sé sprautað inn í líkamann. Einnig er samt hægt að reykja efnið og er það þá kallað krakk.

Þeir sem að neyta kókaíns eru oft örir, sjálfsöruggir og kátir í um það bil hálftíma en taka svo sterka sveiflu niður í þunglyndi og fer allt í taugarnar á þeim.

Kókaín er að finna í laufblöðum kókrunnans og er efnið stundum unnið úr blöðunum í verksmiðjum en sumir tyggja bara laufblöðin og fá þannig efnið í líkamann.

 

Líkt og kókaín þá er amfetamín hvítt duft sem er tekið inn um munn, nös eða sprautað í líkamann og var það einnig notað sem lyf nema það var notað til þess að minka matarlist og örva líkamann.

En var það hætt þegar komst var að því að það skapaði mikla fíkn og var skaðlegt. Neytendur amfetamíns verða eirðarlausir, örir og árásagjarnir.

 

Þú sérð, heyrir, skynjar og upplifir eitthvað sem er ekki að gerast. Það er það sem að gerist þegar þú tekur ofskynjunarlyf. Alsæla og LSD eru bæði í flokki þessara eiturefna. Þau breyta bæði túlunum og úrvinnslu heilans og taugaboða.

Þessi efni geta valdið bæði geðrænum og líkamlegum skaða og fylgir því mjög mikil áhætta á að taka þessi efni

 

Alsæla veldur því að öll skynjun verður sterkari og fynnur neytandinn fyrir mikið meiri orku. Hitastig breytist mikið og er hætta á að líkaminn ofhitni, þorni upp og reyni allt of mikið á sig.

Víman getur staðið í margar klukkustundir og getur hún verið sterk.

Alsæla selst sem lítil hylki eða töflur.

Alsæla er alveg óútreiknalegt efni og getur fólk upplifað góð áhrif mörg skipti í röð en svo allt í einu eru áhrifin orðin óþæginleg og geta verið lífshættuleg og getur alsæla eyðilagt svæði í heilanum sem stjórna gleðinni. Mörgum finnst þess vegna að efnið ætti frekar að heit vansæla.

 

Þeir sem að fara í LSD vímu hafa lýst henni sem ógnvænlegri ferð um aðra veröld og er alveg útilokað að spá fyrir fram hvað getur gerst.

Víman er stórhættuleg afþví að neytandinn getur auðveldlega skaða sjálfan sig. Þegar hann er í vímu heldur hann t.d. að hann geti stöðvað bíl með hendinni eða jafnvel flogið og margt annað sem er ekki hægt.

LSD er stundum kallað sýra og fæst í formi lítilla pappírsmiða.

 

 

bottom of page