top of page

Þyngdarleysi

 

Á milli allra hluta aðdráttarkraftur sem kallast þyngdarkraftur. Hann verkar bæði milli stórra hlutverkaa, eins og reikistjarna, og smárra, eins og epla og appelsína.

Stærð þyngdarkraftsins er í réttu hlutfalli við massa (efnismagn) hlutanna sem koma við sögu og er vart merkjanlegur nema ef einhverjir þeirra hafa mjög mikinn massa. Við finnum til dæmis ekki þyngdarkraft frá eplum en þyngdarkraftur frá jörðinni er greinilegur; jörðin togar í okkur þannig að við höldumst á henni en svífum ekki út í geim. Þyngdarkraftur er líka háður fjarlægð en því fjær sem við erum frá hlutum því minni þyngdarkraft finnum við frá þeim. Til dæmis verkar margfalt minni þyngdarkraftur á okkur frá sólinni en jörðinni, þó svo að sólin sé mun stærri en jörðin, einfaldlega vegna þess að hún er svo langt í burtu. Hins vegar er það þyngdarkraftur frá sól sem stýrir hreyfingu jarðarinnar á braut hennar um geiminn. -- Þetta felst allt saman í hinu fræga þyngdarlögmáli Newtons

sjóndeildarhringurin

Talið er að líklegasta útskýringin byggi á því hvernig við metum stærðir fjarlægra fyrirbæra og hvernig við skynjum himininn.

Þegar maður gengur niður Laugaveginn, virðist manni sem fólk nær sér sé stærra en fólk sem er fjær. Ef haldið er á stiku og sýndarstærð fólksins í nágrenninu mæld, gæti maður sem stendur í 5 metra fjarlægð frá þér aðeins virst 30 cm hár, en einhver tvisvar sinnum fjær gæti virst 15 cm hár. Líkamlegar stærðir fólksins á sjónhimnuna eru sem sagt mismunandi en engu að síður skynjum við þær sem jafnar. Auðvitað heldur maður ekki að fólkið sem er helmingi fjær sé helmingi minna og því túlkar heilinn í þér að fólkið sé af svipaðri stærð.

bottom of page