top of page

Kraftar í daglegu lífi

 

 

Menn eru alltaf að nota krafta af einhverju tagi. Maður notar krafta til að opna hurð, maður notar krafta til að loka hurð, maður notar krafta til að sparka bolta og svo margt fleira sem þú notar kraft í. Alltaf þegar þú hreyfir einhvern hlut ertu að nota krafta. Það eru til margar mismunandi gerðir af krafti t.d. þyngdarkraftur, núningskraftur og flotkraftur. Þyngdarkraftur er sá kraftur sem togar okkur og alla hluti að jörðinni. Þyngdarkraftur heldur líka öllum plánetunum á sporbaug Sólar og margt fleira. Núningskraftur er sá kraftur sem verkar andstætt þeim hlutum sem hreyfast og stoppar hlutinn á endanum. Flotkraftur er sá kraftur sem lætur okkur fljóta eða sökva í vatni. Ef að þú sekkur alveg í vatn þá ryður þú vatni í burtu og ef að vatnið sem þú ryður í burtu er þyngra en þú þá flýtur þú. Ef vatnið sem þú ryður frá þér er léttara en þú þá sekkur þú. Þess vegna sökkva steinar mjög gjarnan því þeir ryðja svo litlu vatni frá sér en eru samt mjög þungir. Þetta eru aðeins nokkrir af mörgum kröftum í heiminum.

bottom of page