top of page

Sitthvað um sólina

Sólstrókar

Sólstormar sem mynda risastóra bjarta boga úr gasi frá sólinni nefnast sólstrókar. Þeir eiga oftast upptök sín í lithvolfinu. Stundum sveigjast þeir aftur að sólinni og senda gasið til baka. En stundum teygja þeir sig milljón kílómetra eða meira út frá sólinni og senda gös og orku út í geiminn.

 

Sólblettir

Öðruvísi sólstormar eru dökkir blettir sem kallast sólblettir. Þeir virðast dökkir vegna þess að þeir eru kaldari en aðrir hlutir á sólinni. Eftir að sólblettur hefur myndast skkiptist hann oft í marga bletti áður en hann hverfur alveg. Sólblettir myndast í innri lögum sólhjúpsins og geta verið allt frá 15 upp í 15.000 km í þvermál. Á 10-11 ára fresti koma tímabil þar sem þeir eru sérlega tíðir. Stjörnufræðingar hafa séð að sólblettir færast á yfirborði sólarinnar. Þessi hreyfing segir okkur það að gasið í sólinni snúist og sólin sem heild snúist um ákveðinn ás gegnum miðju sína.

 

Sólblossar

Ein tegund til viðbótar sólstorma birtist sem ljósblossar á yfirborði sólarinnar og kallast sólblossar. Þeir eru tvisvar sinnum heitari en yfirborð sólar og endast sjaldnast lengur en eina klukkustund. Með þeim losnar mjög mikil orka úr læðingi á stuttum tíma.

 

Sólvindurinn

Sólkórónan sendir frá sér samfelldan straum af orkuríkum eindum langt út í geim. Þetta kallast sólvindur. Sólblossar auka stundum hraða og styrk sólvindsins. Þetta getur truflað útvarpssendingar og önnur fjarskipti á jörðinni okkar.

bottom of page