top of page

Miklihvellur

Kenningin um Miklahvell byggist á því að alheimurinn er sífellt að þenjast út og menn gera ráð fyrir því að útþenslan hafi staðið allt frá upphafi alheimsins. Ef það er rétt hefur efni alheimsins í upphafi verið óendanlega þétt. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi gerst upp úr þurru, það er að heimurinn hafi orðið til úr engu, þá verðum við að líta svo á að fyrir Miklahvell hafi verið ekkert. Ef ekkert var til er engan veginn hægt að útskýra af hverju eitthvað gerðist því við höfum þá ekkert til að byggja skýringar okkar á. Vangaveltur um alheiminn vekja upp stórar spurningar sem erfitt getur verið láta hugann ná utan um. Einhverja hjálp er þó eflaust að finna í eftirfarandi spurningum og svörum

 
 
Elsta ljós heimsins
Eftir 300.000 ár hafði alheimurinn kólnað niður í um 3.000 gráður á Celsíus. Þá gátu atómkjarnar loks fangað rafeindir og myndað atóm. Þá gat ljós fyrst ferðast óhindrað um alheiminn. Þokunni létti.
Geimsjónauki sem kallast Planck hefur verið að rannsaka þetta elsta ljós heimsins sem varð til skömmu eftir upphaf alheimsins!
Athuganir sjónaukans hafa nú verið settar saman í þetta kort en það sýnir alheiminn í barnæsku
bottom of page