Þemanám 2014-2017
Nemenda Álfaborgar / Valsárskóla
Beinagrindin
Beinin gera okkur kleift að rísa upp
Í beinagrind manns eru rúmlega 200 bein. Þau eru misstór og gegna mismunandi hlutverki.
Án beinagrindar gætum við ekki staðið upprétt. Auk þess verndar hún viðkvæm líffæri. Heilinn er inní í höfuðskel eða höfuðkúpu sem er eins konar hjálmur úr beini. Rifbein, bringubein og hryggjaliðir myndar brjóstkassann en hann umlykur og ver hjartað og lungu.
Inni í beinunum er beinmergur. Í honum verða frumur blóðsinns, blóðkornin. Beinmergur er tvenns konar, rauður og gulur. Guli mergurinn er lítið annað en fita. Í rauða mergnum (blóðmergnum) eru frumur sem skipta sér í sífellu og mynda við það blóðkorn. Á hverri sekúntu verða til um þrjár milljónir af nýjum blóðkornum í blóðmergnum.
Mynd eftir:
Gestur,
Þórhallur og
Hrafntinnu

