top of page

Flóð og fjara

Flóð gerist út af áhrifum tunglsins á jörðina. Tunglið togar í sjóinn sem snýr að tunglinu með þyngdarkrafti sínum. Tunglið togar líka í sjóinn um miðju jarðar og nánast ekkert hinum megin á jörðinni. Þar sem tunglið togar mest í sjóinn er flóð út af þyngdartoginu frá tunglinu og þar sem tunglið togar lítið í sjóinn, er líka flóð vegna þess að þá er jörðin að togast frá sjónum. En um miðju jarðar (samkvæmt tunglinu) er fjara. Það er fjara vegna þess að tunglið togar nógu mikið í sjóinn þannig hann rís smá en ekki nógu mikið að það sé flóð. Svo togar tunglið nógu mikið í sjóinn þannig jörðin er ekki að togast frá sjónum vegna þess að tunglið heldur jafnvægi milli sjósins og jarðarinnar. Stórstreymi er þegar tunglið er annað hvort fullt eða nýtt og þá verða jörðin, tunglið og sólin í línu og kraftar tunglsins og sólarinnar mynda stórstreymi eða flóð sem er kraftmeira en venjulegt flóð. Smástreymi er þegar munurinn á flóð og fjöru er minnstur.

bottom of page