top of page

Geena Davis

Árið 2004 var bandaríska leikkonan Geena Davis að horfa á barnaefni með litlu dóttir sinni og tók þá eftir því hversu fáar kvenkyns persónur voru í barnaefninu Geena ákvað að láta rannsaka málið og þá kom í ljós að það var ekki nema ein kvenkyns persóna á móti hverjum þremur karlkyns í barnaefninu í hópatriðum voru kvenkyns persónur ekki nema 17% hópsins í raunveruleikanum um helmingur mannkyns konur og helmingur karlar.

Geena Davis stofnaði samtökin sem halda áfram að rannsaka hlutföll kynjanna í sjónvarpi kvikmyndum og fleira afþreyingarefni. Með afþreyingarefni er átt við efni sem notað er sér til skemmtunar s.s. Sjónvarpsefni, kvikmyndir tölvutækt efni bækur og blöð. Samtökin rannsaka hvernig kvenkyns og karlkyns persónur eru látnar líta út,hegða sér og tjá sig. Einhverjum finnst kannski skrýtið að til séu samtök sem rannsaka hlutföll og staðalímyndir kynjanna í afþreyingarefni. Það hefur hinsvegar komið í ljós að í afþreyingarefni er sýnd mjög skökk mynd af heiminum. Þar er mikið af einhæfum staðalímyndum sem sýna mjög takmarkað eiginleika. Þar eru líka allt of fáar stelpur og konur of fáar sem eru yngri en 20 og eldri en 50 ára,of fáir sem eru með einhverja fötlun. Svona skökk heimsmynd getur haft áhrif á það hvernig við skynjum okkar sjálf og aðra í raunveruleikanum.

 

bottom of page