top of page

Möndulsnúningur jarðar

 

Meðan reikistjörnurnar voru að vaxa féllu á þær smáir loftsteinar og stórir - jafnvel jafnstórir og hinir vaxandi hnettir á þeim tíma - sem þá breyttu möndulhalla þeirra eða möndulsnúningi með tilviljanakenndum hætti.

 

Ár

Snúningsás jarðar hallar 23,44° miðað við sólbauginn. Jörðin heldur þessum möndulhalla á braut sinni umhverfis sólina. Vegna möndulhallans hallar norður- og suðurhvelið í átt til og frá sólinni á sex mánaða fresti. Þegar norðurhvelið hallar í átt að sólinni er sumar á norðurhvelinu en vetur á suðurhvelinu þar sem það hallar frá sólinni. Hið gagnstæða á sér stað sex mánuðum síðar.

 

Dægurskipti

 

Í einu ári eru 365,25 dagar og í heill hringur telur 360°. Sólin virðist því ferðast samfara sólbaugnum frá vestri til austurs um 1° á dag.

bottom of page