top of page

Vetrarbrautir

Vetrarbrautir eru risastór kerfi stjarna, sólkerfa, ryks og gass sem þyngdarkrafturinn bindur saman. Vetrarbrautir eru stærstu sýnilegu einingar alheimsins. Stórar vetrarbrautir kallast risavetrarbrautir og þær innihalda meira en hundrað trilljón stjarna og geta verið yfir milljón ljósár í þvermál. Litlar vetrarbrautir kallast dvergvetrarbrautir. Þær hafa innan við milljón stjörnur á nokkra hundruða ljósára breiðu svæði.

 

Mjólkurslæðan

Sólin okkar er hluti af vetrarbraut sem inniheldur 100-400 milljarða sólstjarna. Samt sem áður er vetrarbrautin okkar galtóm. Meðalfjærlægðin milli stjarna eru 5 ljósár. Vetrarbrautin okkar heitir Mjólkurslæðan eða Milky Way á ensku. Talið er að það nafn komi úr grískri goðafræði. Seifur átti son með dauðlegri konu sem heitir Herkúles. Seifur vildi að Herkúles yrði guð þannig hann lét hann drekka mjólk frá Heru á meðan hún svaf. Hera vaknaði upp og reif brjóstið frá Herkúlesi og þá sprautaðist mjólk upp í heiminn og þannig gerðist Mjólkurslæðan.

 

Lögun og form

Til eru fjórar mismunandi gerðir af Vetrarbrautum. Þær eru þyrilvetrarbrautir, bjálkaþyrilvetrarbrautir, sporvöluvetrarbrautir og óreglulegar. Vetrarbrautir eru ólíkar vegna stærðar, ólíkri lögun, mismikilli stjörnumyndun, mishröðum snúningi o.fl. innan þeirra.

 

Þyrilvetrarbrautir

Þyrilvetrarbrautir er flatar og eru með þyrilörmum sem skaga út frá kúlulaga bungu í miðjunni. Þyrilvetrarbrautir eru oft á milli 15-300.000 ljósár í þvermál. Þykktin er samt ekki nema 1/50 af þvermálinu. Þess vegna eru þyrilvetrarbrautir ansi flatar. Þyrilvetrarbrautir geta verið á bilinu 1-1000 milljarðar sólmassar, en dæmigerð þyrilvetrarbraut er rúmlega 100 milljarðar sólmassa.

 

Bjálkaþyrilvetrarbrautir

Í nokkrum þyrilvetrarbrautum gengur bjálki þvert í gegnum miðjuna. Það nefnist bjálkaþyrilvetrarbrautir. Bjálkinn er oftast mjög áberandi. Einn þriðji hluti af heildarútgeislun vetrarbrautar stafar af honum.

 

Sporvöluvetrarbrautir

Sporvöluvetrarbrautir eru nefndar þetta því þær hafa slétta nánast flekklausa sporvölulögun. Þær hafa oft háa yfirborðsbirtu fyrir miðju en hún minnkar eftir því sem fjær dregur miðjunni. Þær hafa dreifða hjúpa sem innihalda þúsundir kúluþyrpinga. Algengasti staður sem þær eru á er nálægt miðju stórra vetrarbrautaþyrpinga.

 

Óreglulegar vetrarbrautir

Óreglulegar vetrarbrautir er ekki hægt að flokka sem þyril-, bjálkaþyril- eða sporvöluvetrarbrautir. Óreglulegar vetrarbrautir eru hvorki með miðbungu né þyrilarma en eru engu að síður gas- og rykríkar. Það eru bæði ungar og gamlar stjörnur í þeim. Massinn er mismikill, oftast milli 100.000 til 10 milljón sólmassar og stærðin er á bilinu nokkur þúsund til nokkrir tugir þúsunda ljósára.

bottom of page