top of page

Stjörnuhrap

 

Í sólkerfinu, það er á svæðinu kringum sólina okkar, eru ýmsir hlutir á ferð. Þar eru reikistjörnur eins og jörðin okkar og Júpíter, smástirni, tungl og halastjörnur. Auk þess eru þar enn smærri hlutir sem sjást þó vel með berum augum. Þetta eru grjót- eða málmhnullungar af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir kallast einu nafni geimgrýti en einstaka hnullunga köllum við geimsteina. Flestir geimsteinar eru taldir eiga rætur að rekja til smástirnabeltisins milli Mars og Júpíters eða til halastjarna sem hafa sundrast.

bottom of page