top of page

Beinahópur

Í þessum hóp eru:

 

Alexander Már, Hjalti, Kári, Símon Dreki, Sólveig Erla og Sveindís Mary.

Frá litlu barni til tánings.

 

 

 

 

 

 

 

Hjarta

Heilinn

Lungun

Ófædd börn stækka í maganum á mömmu sinni

Hjartað er vöðvi sem pumpar blóði um líkamann. Hjartað dælir blóði til fótanna og til baka á 16 sekúndum. Blóðið er vökvi sem flytur næringu um líkamann eins og járnbrautalest sem brunar áfram.

Heilinn er inni í höfuðkúpunni. Í heilanum verða hugsanir til og þaðan er líkamanum stjórnað.

Hann tekur við upplýsingum frá öllum líffærum og sendir þeim boð um hvað þau eiga að gera.

 

Heilinn lítur satt að segja ekki út fyrir að vera neitt merkilegur. Hann minnir helst á gráleitan klump með rósrauðri slikju og fjölda af fellingum.

Samt er þessi klumpur miðstöð alls sem fram fer í líkamanum.

Hann er æðsti stjórnandi alls sem þar gerist.

 

Í heilanum eru taugafrumur.

Þær eru ótrúlega margar raunar hefur enginn talið þær.

Hundrað milljarðar eða 100.000.000.000 er býsna há tala samt eru fleiri í heilanum okkar sem er ótrúlegt.

Heilinn okkar gæti verið flókansti hlutur á jörðu.

Heilinn er flóknasti hlutur í líkamanum.

Lungun vinna súrefni úr loftinu. Lungun fyllast af lofti og tæmast svo aftur.

Þegar ein sæðisfruma frá pabbanum sameinast eggfrumu frá mömmunni þá kviknar nýtt líf og eftir níu mánuði kemur barn í heiminn, strákur eða stelpa. Kynið skiptir ekki máli. Við erum hvert og eitt við sjálf.

Fóstur.

Frumur

Vöðvafrumur, beinfrumur, taugafrumur, húðfrumur og blóðfrumur.

Þetta er bókin sem við vorum að vinna með: Komdu og skoðaðu Líkamann

Við vorum að byggja fullt af skemmtilegum líffærum og beinagrindum.

Markmiðin okkar

Unnið með leir

bottom of page