top of page

Einkenni Tunglsins

 

Tunglið er eini nátturulegi fylgihnötturjarðarinnar og nálægasta fyrirbæri himinsins ef fré eru talin geimför og gerfitungl. Tunglið er bjartasti hnötturinn ánæturhimninum og eini þar sem við getumskoðað landslagið með berum augum.

 

Saga tunglsins er nátengd sögu Jarðar en talið er að það hafi myndast þegar hnöttur á stærð við  Mars  rakst á Jörðina skömmu eftir myndun sólkerfisins. Tunglið hefur líka sögulega þýðingu fyrir okkur mannfólkið því það er eini hnötturinn sem menn hafa stigið fæti á utan Jarðar.

Tunglið hefur skipað stóran sess hjá ýmsum menningarþjóðum. Rómverjar til forna nefndu tunglið Luna en Grikkir nefndu það Selenu og Artemis. Önnur heiti á tunglinu eru til í mörgum öðrum menningum. Þannig nefna Hindúar tunglið Chandra, Arabar Hilal, Astekar Tecciztecatl, Inkar Mama Quilla og kínverska tunglgyðjan nefnist Chang'e

Máni var persónugervingur tunglsins í norrænni goðafræði. Hann var sonurMundilfara og bróðir Sólar. Á næturnar ferðaðist hann í hestvagni yfir himininn og réði hvort tunglið væri vaxandi eða minnkandi. Úlfurinn Hati elti Mána og þegar hann greip í tunglið varð tunglmirkvi. Það olli talsverðri skelfingu og beittu menn ýmsum brögðum til hrekja úlfinn burt. Það tókst alltaf.

Íslensku orðin mánudagur og mánuður eru dregin af orðinu máni. Íslenska orðið tungl er einnig eitt þeirra orða í íslensku máli sem á sér ekkert rímorð. Gríska orðið „Luna“ er rót enska orðsins „lunatic“ sem þýðir brjálæðingur en merkti upphaflega tunglsjúkur (flogaveikur, þótt flogaveiki tengist tunglinu ekki neitt).

Tunglið er langbjartasta fyrirbærið á næturhimninum. Fullt tungl er mörg hundruð sinnum bjartara en Venus, sem er björtust af öllum reikistjörnum og sólstjörnum á himninum.

 

 

 

Snúningur

Tunglið snýr alltaf sömu hlið sinni að Jörðinni. Þess vegna sjáum við ætíð sama landslagið á tunglinu, sama hvenær við horfum á það eini munurinn er frá hvaða horni sólin lýsir upp yfirborðið.

Tunglið snýr alltaf sömu hliðinni að Jörðinni vegna þess að það snýst. Ástæðan er sú að möndulsnúningur tunglsins er jafn langur umferðartímanum um Jörðina. Með öðrum orðum: Á sama tíma og tunglið snýst einn hring um sjálft sig, snýst það einn hring umhverfis Jörðina. Þetta kallast bundinn möndlusnúningur og er afleiðing flóðkrafta milli Jarðar og tunglsins.

 

 

Heimildir: stjörnufræði.is

bottom of page