top of page

Segulhvolf jarðar

Jörðin er umlukin risastóru ósýnilegu umslagi sem skapast af segulmagni jarðar. Vísindamenn telja að segulmagnið orsakist af snúningi og iðustraumum í innsta kjarna jarðar sem gerður er úr járni og nikkel í föstu formi. En sama hver orsökin er þá er eins og það sé búið að reka risastórri segulstöng í gegnum miðjuna á jörðinni milli segulskautanna. Þessi segull verkar á umhverfið eins og venjulegt lítið segulstál. Hann skapar segulsvið sem orkar á rafstrauma, rafhleðslur og segla sem koma nálægt honum. Þetta svæði þar sem þetta segulsvið er kallast segulhvolf jarðar. Segulhvolf jarðar nær um 64.000 km út í geiminn frá þeirri hlið jarðar sem snýr að sól. Það hrekst til og aflagast vegna sólvindsins sem er straumur af rafhlöðnum og orkumiklum eindum frá sólinni. Vegna hans teygist segulhvolfið út í eins konar hala sem nær milljónir kílómetra út í geiminn á þeirri hlið jarðarinnar sem snýr frá sólinni.

bottom of page