top of page

Meginhvolf jarðar

Steinhvolfið

Menn sjá oft jarðskorpuna eða steinhvolfið. Það er rannsakað steinhvolfið með því að bora djúpt í hana og taka upp sýni til rannsókna. Þykkt jarðskorpunnar er breytilegt eftir því hvort það sé úthaf eða meginland. Jarðskorpan er 32 km þykkt undir meginlöndunum en 8 km undir úthöfunum. Meginlönd og öll önnur lönd og eyjar eru hluti af steinhvolfinu ásamt klettum og grjóti, jarðvegi og sandi og allt annað sem land og hafsbotn eru gerð úr. Steinhvolfið breytist sífellt vegna vatns og veðurs sem breyta yfirborði jarðar með því að eyða bergi og landi. Ár éta farveg sinn smám saman og breyta honum og grafa nýja farvegi. Vindur, regn, snjór, slydda, hagl og ís sverfa berg og jarðveg og skola efninu út í ár, stöðuvötn og höf. Þegar það frystir og þiðnar oft eins og hér á landi springur bergið smám saman og önnur öfl taka síðan til við að mylja það mélinu smærra.

 

Vatnshvelið

Svæðið sem vatn tekur yfir jörðinni kallast vatnshvel. Næstum allt vatn á jörðinni er salt. Uthöfin eru öll sölt og líka flest innhöf og jafnvel stöðuvötn, einkum þau sem hafa lítið sem ekkert afrennsli eins og Kaspíhaf, Dauðahafið og Saltvatnið mikla í Utah í Bandaríkjunum. Ferskt vatn er að finna í fljótandi formi í ám, flestum stöðuvötnum og í grunnvatni sem er neðanjarðar en kemur fram í vatnsbólum og brunnum. Þegar ís í jöklum heimskautalandanna bráðnar myndast ferskt vatn. Þegar saltvatn frýs skilur saltið sig frá vatninu. Aðeins 15% af fersku vatni er í boði fyrir lífverur jarðar því restin er frosin í jöklum. Á Íslandi er nóg af vatni eins og í löndum í kring en í öðrum stöðum ríkir vatnsskortur. Afhverju er alltaf til ferskt vatn? Afhverju þornar það ekki upp?

 

Gufuhvolf

Það er heilt haf af lofti sem er nær um 1600 km út í geimnum. Við köllum þetta haf lofthjúp eða gufuhvolf. Þetta haf er gert 99% úr tvemur loftegundum þær eru nitur og súrefni. 78% er nitur en um 21% súrefni. Afgangurinn er t.d. argon, koltvíoxíð, neon helín og vatnsgufa.

bottom of page