top of page

Kvartilaskipti tunglsins

Tunglið fer í kringum jörðina á svipaðan hátt og reikistjörnur í kringum þeirra sól, nema að það tekur tunglið aðeins einn tunglmánuð að fara í kringum jörðina. Mánuður er til dæmis annað orð yfir máni sem er tunglið nema bara með annað nafn. Þegar tunglið hreyfist breytir það afstöðu sinni til jarðar og sólar og um leið breytist lögun hvíta flatarins sem við sjáum á himninum þar sem tunglið er statt hverju sinni. En þessa breytingu köllum við kvartilaskipti.
Tunglið skín ekki af eigin rammleik heldur endurkastar það bara ljósinu sem tunglið skín á það. Þannig að bara sá hluti tunglsins sem sólin skín á er bara sýnilegur fyrir jörðinni á hverjum tíma. Þegar tunglið er á milli jarðar og sólarinnar þá snýr það dökku, óupplýstu hliðinni að jörðinni og við sjáum það yfirleitt ekki. Þá segjum við að tunglið sé nýtt. Af og til kemur það fyrir að við fáum að sjá móta fyrir nýju tungli á himninum. Það er þá vegna jarðskins sem stafar af sólarljósi sem endurkastast frá jörðinni á tunglið og síðan aftur til baka til jarðar.
Eftir að tunglið okkar er nýtt þá færist það til vinstri miðað við sólina og fram úr henni í hreyfingu hennar miðað við fastastjörnu. Þá kemur upplýsta hliðin á tunglinu kemur þá í ljós hægra megin að kvöldi til og þá segjum við að tunglið sé nýkviknað. Það sem við sjáum á himninum kallast mánasigð. Þú getur hugsað það þannig að þú stingur vinstri hendinni inn í sigðina og notar þér það þannig til að sjá hvort tunglið sé vaxandi eða minnkandi. (vinstri – vaxandi). Eftir eina viku frá nýju tungli er það aðeins orðið hálft en það er auðvitað ennþá vaxandi. Þetta kallast fyrsta kvartil. Síðan verður tunglið meira en hálft og þá vantar aðeins vinstra megin á að það verði fullt. Slíkt tungl er kallað gleitt. En náttúrulega að lokum verður tunglið fullt, tveimur vikur eftir að það varð nýtt. Tunglið er þá að gagnstæðri átt frá sólu, séð frá jörð, og upplýsta hliðin snýr öll að okkur. Við sjáum tunglið frá jörðinni eins og hvítur diskur á himnum.
Þegar tunglið er búið að vera fullt í góða stund bryrjar það að minnka aftur og þá vantar alltaf smám saman meira hægra megin á það. Fyrst er það aftur gleitt og síðan hálft. En það köllum við þriðja og síðasta kvartil. Að lokum verður það aftur eins og sigð en nú er það hægri höndin sem myndi passa inn í hana. Síðan hverfur sigðin og tunglið verður aftur nýtt; umferð kvartilaskiptanna byrjar að nýju. Öll þessi hringferð tunglsins og kvartilanna tekur um tuttugu og níu og hálfan sólarhring og kallast það tunglmánuður. Mánuðirnir í almanakinu nefnast hins vegar almanaksmánuðir og eru yfirleitt íkvið lengri eins og þú veist örugglega. Þeir eiga rætur engu að síður til að rekja til tunglmánaðarins enda hafa kvartilaskipti tunglsins blasað við mönnum frá örófi alda.
Fullt tungl er svo sem fyrr segir andstætt sól. Sú afleiðing leiðir til þess að tunglið fer hátt á loft um miðnætti þegar sólin er sem næst undir fótum okkar. Vaxandi tungl er reyndar vinstra megin við sól, með öðrum orðum á eftir henni á daglegri ferð hennar um himininn frá austri til vesturs. Það sést hins vegar síður á morgnana því að þá kemur það ekki upp fyrr en sólin hefur lýst upp himininn. En Þegar tungl er minnkandi sést það vel á morgnana. 

 

bottom of page