top of page

Halastjörnur

Rosetta er ómannaður rannsóknarleiðangur Geimvísindastofnunar Evrópu(ESA) til halastjörnunnar 67P/Churyumov-Gerasimenko. Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fer á braut um halastjörnuna í ágúst 2014. Með í för er lítið lendingarfar sem á að lenda á halastjörnunni í nóvember 2014, en þetta er í fyrsta sinn sem tilraun verður gerð til að lenda á halastjörnu.

67P/Churyumov-Gerasimenko er 4 km breið halastjarna í að meðaltali 3,5 stjarnfræðieininga fjarlægð frá sólinni (~525 milljón km). Úkraínski stjörnufræðingurinn Klim Ivanovich Churyumov fann halastjörnuna á myndum sem stjörnufræðingurinn Svetlana Gerasimenko frá Tadsjikistan tók 11. september 1969.

bottom of page