top of page

Stjörnur, svarthol og fleira

 

Venus

 

Venus er önnur stjarna frá sólinni. Venus er sjötta stærsta reikistjarna sólkerfisins, pínulítið minni en jörðin. Hún er stundum kölluð tvíburasystir jarðar. Þær hafa næstum því sama massa, þvermál,eðlismassa og þyngdarhröðun. Samt er einn stór munur á þeim, Venus er óvistleg en jörðin er eini staðurinn í geimnum sem vitað er um líf.

 

Goðsagnir venusar

Venus er nefnd eftir rómverskri gyðju fegurðar og ástar, enda er Venus verulega falleg á himninum. Venus var í upphafi svokölluð akurgyðja áður

en hún sameinaðist hinni gríski Afródítu. Hún var dóttir Júpíters og meðal vistmanna hennar voru Mars og Vúlkan. Sonur ástargyðjunnar var kornelíus súlla gerði hana að verndara sínum. Bæði Júlíus Sesar og Ágústus keisari röktu ættir sínar til hennar.

 

Venus hefur þekkst á fornsögulegum tíma enda er hún björtust á næturhimninum á eftir sólinni og tunglinu. Venus var einu sinni talin tvær

aðskildar stjörnur: Morgunstjarnan Evsfórus og Kvöldstjarnan hesperus

 

Meðalfjarlægð frá sólu

108.200.000

 

Mesta fjarlægð frá sólu

108.900.000

 

Minnsta fjarlægð frá sólu

107.500.000

 

Embla 7.bekk

 

.

Svarthol

 

Talið er að massamiklar stjörnur endi æviskeið sitt sem svarthol. Svarthol verða til þegar

kjarnar stjarnanna falla saman undan eigin massa. Kjarninn fellur saman þangað til hann er orðinn geysilega þéttur og allur massinn er saman kominn á örlitlu svæði. Umhverfis það er þyngdarsviðið svo sterkt að ekkert sleppur í burtu, ekki einu sinni ljós

 

 

Https://visindavefur.is

4.mars

 

Sólin

 

Sólin er stjarna í miðju sólkerfisins okkar, ein af 200 milljörðum sólstjarna í vetrarbrautinni okkar. Um 109 jarðir kæmust fyrir í röð þvert í gegnum hana. Sólin er G2V stjarna, sem þýðir að hún er stjarna á meginröð Hertzsprung-Russel línuritsins sem umbreytir vetni í helín við kjarnasamrunann og að hitastig hennar er um það bil 5600°c sem gefur henni hvítan lit. Þó að sólin virðist gul er það vegna dreifingar ljóseinda sem falla á sameindir lofthjúpsins.

Ísak Newton var fyrstur til að sýna framm á, árið 1665 að hvítt ljós eða sólarljós er úr öllum regnbogans litum. Þegar það berst inn í lofthjúpinn dreifa sameindir hans bláa litnum meira en öðrum litum. Þess vegna er himininn blár!!

Þegar sólin er lágt á lofti á lofti ferðast sólargeislarnir lengri vegalengd. Þá dreifist rauði liturinn meira en sá blái. Það skýrir kvöld- og morgunnroðann.

 

Embla 7.bekk

 

 

Geislun

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um.

Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun(electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar geislun efniseinda, það er að segja örsmárra hraðfara einda sem hafa massa (til dæmis rafeindageislun). Rafsegulgeislun er stundum lýst sem straumi svokallaðraljóseinda (photons) en ljóseindir hafa ekki massa í venjulegum skilningi og falla því ekki undir seinni skilgreininguna.

http://www.visindavefur.is/ 

4.mars 2015

 

Merkúríus

 

 

Merkúríus er næst minnsta reikistjarnan í sólkerfinu næst á eftir

plútó. Merkúríus er plánetan næst sólu, fjarlægðin er aðeins 46

milljón km. Merkúríus er bergpláneta. Merkúríus er öðru heiti

Merkúr og dregur nafn sitt af rómverskaverslunar, ferðalaga

og þjófnaðar gvuði. Merkúríus er að 88 jarðar daga og dagurinn

er tæplega 59 jarðardagar. Merkúríus er of smártil að geta

viðhaldið lofthjúpi í lengri tíma.

 

 

Heimildir: http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/merkurius

 

 

Norðurljós

 

Frá sólinni berst í sífellu svonefndur sólvindur sem er straumur rafhlaðinna agna. Þegar vindurinn nálgast jörðina hrindir segulsvið jarðarinnar honum frá sér nema

Í kringum segulpólana. Þar sleppur eitthvað af ögnunum inn í segulsviðið.

 

Vísindarvefurinn. is .

 

 

 

Júpíter

Júpíter er fimmta reikistjarnan frá sólu talið og sú stærsta, en einnig sú fyrsta af gasrisum sólkerfisins. Heildarrúmmál Júpíters er meira en samanlagt rúmmál allra hinna reikistjarnanna.

Júpíter er nefndur eftir hinum rómverska konungi guðanna sem bar sama nafn. Í kínveskri, japanskri, kóreskri og víetnamskri menningu er hann nefndur viðarstjarnan, byggt á frumefnunum fimm.

Efni Júpíters er að mestu gas, en fyrir innan allt þetta gas er lítill kjarni úr gegnheilum steini. Gasský hans eru gerð úr mörgum mismunandi efnasamböndum, þar á meðal vetni, helíum, koltvísýringi, vatnsgufu, metangasi, ammoníakís og ammóníumhýdrósúlfíði (ammonium hydrosulfide).

Það tekur Júpíter 10 klukkustundir að snúast um sjálfan sig. Eitt ár á Júpíter (sá tími sem það tekur hann að fara einn hring um sólu) er jafnlangt og 11,9 ár á jörðinni.

Júpíter hefur í það minnsta 67 tungl. Þau þekktustu eru: Jó, Evrópa, Ganýmedes og Kallistó.

 

 

Jörðin

Talið er að sókerfið hafi myndast fyrir meir en 4.600 milljónum ára þegar risastór ský úr gasi og ryki tók að dragast saman af völdum þyngdarkrafta. Jörðin er einstakleg  athyglisverð reikistjarna. En af hverju er jörðin svona séstök ?

Vegna þess að hún hefur tekið gríðalegum breytingum frá þeim tíma og í dag fóstrar hún þetta dásamlega fyrirbæri, lífið sjált.

Jörðin er ekki kyrr heldur er hún á fleyiferð á sporbaug í kringum sólina og er brautarhraði hennar um 30 kílómetra á sekúndu.

 

Neptúnus

Neptúnus var rómverskur sjávarguð en upphaflega guð ferskvatns og uppsprettulinda. Sem sjávarguð var Neptúnus hliðstæða hins gríska Póseidons, ásamt því að vera guð hesta og kappaksturs.

Tákn Neptúnsuar er spjót eða gaffall sjávarguðsins.

Neptúnus er of daufur til að sjást með berum augum á næturhimninum og því var það ekki fyrr en sjónaukinn kom til sögunnar að unnt var að finna reikistjörnuna. Teikningar Galíleós þann 28. desember 1612 og aftur 27. janúar 1613 sýna reikistjörnuna greinilega, örstutt frá Júpíter á næturhimninum. Í bæði skiptin taldi Galíleó þó að þarna væri umfastastjörnu að ræða. Á þessu tímabili var hreyfing Neptúnusar aftur á bak (retrograde) en sú hreyfing verður þegar jörðin tekur fram úr ytri reikistjörnu á ferðalagi sínu umhverfis sólina. Færsla Neptúnusar yfir himinninn verður þá svo hæg að hann stendur nánast í stað.

Ítarlegar rannsóknir stjörnufræðinga á brautarfærslu Úranusar leiddu til þess að Neptúnus fannst. Í upphafi nítjándu aldar varð stjörnufræðingum ljóst að þeir gátu ekki spáð nákvæmlega fyrir um staðsetningu Úranusar á himninum með lögmálum Newtons. Um 1830 var ósamræmið milli sýnilegrar stöðu reikistjörnunnar og forspáðri svo mikið að sumir stjörnufræðingar töldu jafnvel að lögmál Newtons virkuðu ekki í svona mikilli fjarlægð frá sólinni.

 

 

 

 

 

Plútó

 

Plútó er dvergreikistjarna í kuiperbeltinu, 2300 km í þvermál. Minnsta fjarlægð Plútós frá jörðu er um 4290 milljón kílómetrar og sú mesta um 7530.  Plútó uppgötvaðist árið1930 af bandaríska stjörnufræðingnum Clyde Tombaugh (1906-1997), en nafnið valdi hann eftir uppástungu 11 ára stúlku, Venetiu Burney (fædd Venetia Phair).

Sporbaugur Plútós um sólu liggur ekki í sömu sléttu og sporbaugar reikistjarnanna heldur hallar hún um 17 gráður miðað við sléttu þeirra.  Ennfremur er sporbaugurinn óvenju ílangur og liggur að hluta fyrir innan sporbaug Neptúnusar. 

Árið 1988 uppgötvuðu vísindamenn hjá NASA að birta Plútós dofnaði hægt þegar hann bar við stjörnu, en það var talið sanna að Plútó hefði lofthjúp.

Plútó hefur fjóra fylgihnetti, en sá fyrsti sem fannst nefnist Karon.  Karon er 900 km í þvermál og um sex daga á leið sinni kringum Plútó. Hinir þrír fylgihnettirnir heita Nix, Hýdra og P4. Nix og Hýdra fundust í maí 2005 og tilvist þeirra var staðfest í febrúar 2006 en P4 í júlí 2011

Plútó var lengi talin níunda reikistjarna sólkerfisins, eða frá 1930 til 24. ágúst 2006, þegar samþykkt var eftir heitar umræður á þingi Alþjóðasambands stjörnufræðinga að telja Plútó ekki lengur reikistjörnu, heldur dvergreikistjörnu. Ástæðan var m.a. sú að Plútó er aðeins einn af þúsundum þekktra geimfyrirbæra í kuiperbeltinu og sum eru líklega stærri en hann. Einnig er sporbaugur Plútós talsvert frábrugðinn sporbaugum reikistjarnanna.

 

 

 

 

 

 

Satúnus

 

Satúrnus er næststærsta reikistjarnan. Helsta sérkenni satúrnusar eru bjartir hringir sem umlykja reikistjörnuna. Hringarnir eru að mestu gerðu úr ísögnum sem eru mjög misjafnar að stærð,sumar agnar smáar og aðrar tugir kílómetra í þvermáli. Engin veit hvernig þessir hringar voru til. Satúrnus hefur allt að því 62 tungl,stærst þeirra er Títan. Sólarhringurinn á Satúrnusi er ekki langur eða rúmar 10 klukkustundir. Árið er hinsvegar rúm 29 jarðár. Satúrnus er eins og Júpíter að mestu úr vetnis-og helíumgasi. Það er mjög stormsamt við miðbaug Satúrnusar en þar þjóta vindar á allt að 500 m/s hraða. Miðað við að ekki er mælt með fjallaferðum á Íslandi þegar vindhraði fer yfir 20  m/s verður þetta að teljast gríðalegt hvassvirði.

 

 

Úranus

 

Úranus er sjöunda reikistjarnan frá sólinni talið og einn af gasrisum sólkerfisins. Hann er þriðja stærsta reikistjarnan að þvermáli og sú næststærsta að massa. Hann er nefndur eftir Úranosi, gríska himnaguðinum og ættföður annarra guða í grískri goðafræði (hann var meðal annars afi Seifs). Fyrsta skráða skipti sem Úranus var séður var árið 1690 en nafnið fékk reikistjarnan ekki fyrr en um hundrað árum síðar.

Úranus er að mestu leyti samsettur úr bergi og ýmsum gerðum af ís. Hann er ólíkur Júpíter og Satúrnusi að því leyti að vetni í samsetningu hans er einungis um 15% og hann inniheldur lítið af helíum. Úranus og Neptúnus eru að mörgu leyti samsettir eins og kjarnar Júpíters ogSatúrnusar, fyrir utan hið umfangsmikla lag úr fljótandi málmkenndu vetni. Svo virðist sem Úranus hafi ekki kjarna úr bergi líkt og Júpíter ogSatúrnus heldur hafi efni hans að mestu leyti áþekka eða samfellda dreifingu. Lofthjúpur Úranusar er samsettur úr 83% vetni, 15% helíum og 2% af metan.

 

http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/uranus

 

bottom of page