top of page

Er líf í okkar sólkerfi?

Oftast er talað um jörðina þegar maður talar um líf í þessu sólkerfi, en það er líklegt að það séu að minnsta kosti örverur á einum af hinum hnöttunum og tunglunum. Einn af möguleikunum er Europa, þetta tungl fer í kringum Júpiter. Þegar Europa fer í kringum júpiter þá togast tunglið örlítið í áttina til Júpiters. Á meðan togast Europa smá til hinna tunglana sem fara í kringum Júpiter. Þessar hreyfingar taka 4-4.5 milljónir ára. Það veldur hita í kjarna tunglsins sem gerið það eldvirkt sem veldur því að ísinn á plánetunni bráðnar. Hitinn er ekki nógu mikill til að bræða af yfirborðinu á tunglinu sem veldur risa stóru hafi undir mörgum kílómetrum af ís. Næsta reikistjarna sem líklega hefur líf er mars en það er líklega neðanjarðar. Það er frosið á yfirborðinu og á pólunum. Líf gæti ekki verið til nema í loftstirnum. Þegar maður er að hugsa hvaða þarfir líf hefur. Þarfir lífvera eru orka, næring og efni sem bindast við efni eins og járn, kolefni og fleira. Ekki er vitað um líf fyrir utan sólkerfið okkar því vegalengdin á milli sólkerfana er mikil. Næsta sólkerfi er Alpha Centauri sólkerfið sem er 4,37 ljósárum í burtu og næsta pláneta sem mögulega hefur líf er 13 ljósár í burtu. Þessi fjarlægð er svo mikil að nútíma tækni myndi taka 41.000 ár til að fara eitt ljósár. Til þess að fara til næstu lifandi plánetu utan sólkerfis myndi taka 533000 ár. Þessi fjarlægð gerir hluti erfiða fyrir líf ef það vill fara í önnur sólkerfi.  

bottom of page